Skírnir - 01.09.1996, Síða 258
504
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
„ofan í skjóllausan harm hafsins/ með óralangt ópið / standandi vöðvað
og fast / í hálsinum" („augnablik við höfn í myrkri“, 1975, s. 36). Veru-
leika mannsins verður ekki að fullu lýst með orðum. Hugsunin nærist á
takmörkum sínum, hinu ósegjanlega og ólýsanlega, sem Sigurður er þó
stöðugt að reyna að færa í orð. Tengslin við nútíðina einkennast ýmist af
því að skapa nýtt sjálf eða örvæntingarfullri spennu og lausung, spurn
fremur en niðurstöðu: „I dag er bara ekki rétti dagurinn að bregðast við.
I dag er hvorki réttur tími til þess að breyta heiminum, skilja heiminn né
sprengja hann í loft upp“, segir í „Sveiflu" (1990, s. 49). Þó er engu líkara
en skáldið komi á einhvern hátt í ljós í þessum raunum sem rekja má til
nokkurs konar heimshryggðar, ótta þess sem hvergi sér til sólar. Líta má
á þær sem prófraunir sem varpa í senn ljósi á tengsl hans við sjálfan sig
og viðhorf til heimsins. Líkt og í ríflega tvöhundruð ára gamalli
sjálfsævisögu séra Jóns Steingrímssonar notar Sigurður hugtak heimsins
til þess að lýsa þeim atburðum sem valda honum mestu hugarangri; ekki
persónulegu mótlæti eins og í tilfelli klerks, heldur viðburðum á sviði
Sögunnar: styrjöldum og gjaldþrotum einstakra hugmyndakerfa. Öfugt
við eldklerkinn forðum sem gat lýst heiminum og nánast skrifað sig í
helgra manna tölu í birtunni frá Skaftáreldum, sem hann túlkaði sem
guðdómlegt tákn, er heimur Sigurðar óljós og af því leiðir að hann finn-
ur sér ekki stað í samspili sínu við hann nema augnablik og augnablik í
senn. Heimurinn verður að völundarhúsi þar sem vegir liggja til allra
átta; óljósu hugtaki, nánast hripleku. Hvergi er afdrep sem liggur í beina
stefnu eða krókalaust, svo vitnað sé til ferðarispu Gröndals. Samræða
manns við heim breytist í eintal sem á fátt skylt með þeirri „kjaftatörn/
við alheiminn" sem Sigurður yrkir um í sjötta ljóði „Ljóðvegagerðar“
(s. 15). Viðleitni upplýsingarinnar eða hinnar fræðilegu skynsemi til að
ráða yfir veröldinni - brjóta heiminn undir manngert skipulag - nær
aldrei fullkomnum tökum á viðfangsefni sínu og skilur manninn eftir
áttavilltan; jafnvel öflugasti áttaviti kemur honum ekki að notum.
Ljóð Sigurðar bera vitni um táknfræðileg átök vísindalegrar orðræðu
og ljóðrænnar þar sem trúin á möguleika ljóðsins til að steypa landi og
ljóði saman í eina myndhverfingu - og slá heiminn um leið með „[tjöfra-
sprota nýrra merkinga“ („Að vakna“, 1995, s. 13) - hefur yfirhöndina.
Þau vega salt á mörkum hugsunarkerfa, milli efa og fullvissu, ljóðrænnar
og vísindalegrar orðræðu. Hræelduð víglínan er ekki dregin jafn skýrum
dráttum og oft áður í sögu okkar en hún er engu að síður til staðar; hún
er ein þeirra lína sem ljóðlínudans Sigurðar fer fram á. Trúin á mátt
ljóðsins er á vissan hátt heillandi tímaskekkja sem skáldið er sér meðvit-
að um. Þótt ljóðlistinni sé oftar lýst sem útgönguleið tjá ljóð hans efa
sem tengist í senn tilvistarkreppu og sköpunarstarfi: „ljóðum/eru tak-
mörk sett“, eins og segir í „götu meistara alberts 111“ (1975, s. 51).
Það er athyglisvert að glíma Sigurðar við hlutskipti mannsins í
„Nýársljóðum“ - þar sem hann gerir öldina upp og sundlar um leið yfir