Skírnir - 01.09.1996, Page 262
508
LARS LÖNNROTH
SKÍRNIR
irbæri sem á eina hlið teygir sig yfir mörk einstaklingsflutnings og frá-
sagnar og jaðrar á aðrar hliðar við svið helgisiða, sýninga, þykjustuleikja
barna og lifandi listflutnings nútíma listamanna.“l I ljósi svo yfirtaks
víðrar skilgreiningar er reyndar ekki sérlega erfitt að verja þá hugmynd
að a.m.k. einhver eddukvæði hafi verið flutt í leikrænu formi. Þá þarf
naumast annað en sýna fram á að munnlegur flutningur samtalsljóða hafi
að líkindum falið í sér einhvers konar frumstæðan hlutverkaleik með
leikrænum svipbrigðum, látbragði og raddbreytingum.
En svo hógvær vill Gunnell þó ekki vera í kenningum sínum. Fyrsti
stóri kaflinn í bók hans gefur yfirlit um allt það heimildaefni í fornminj-
um og á bókum sem hinir ýmsu fræðimenn hafa talið fram til vitnis um
að helgileikir í einhverjum mæli hafi í raun tíðkast á Norðurlöndum fyr-
ir kristnitöku. Þetta heimildaefni er því miður þeim annmörkum háð að
það dreifist annars vegar yfir margar aldir og á fjölda aðskilinna staða og
er hins vegar einstaklega margrætt og umdeilanlegt. Hér ræðir Gunnell
jöfnum höndum helluristur í Bohuslán frá bronsöld (um 1500-500 f.
Kr.) og mannamyndir á gullhornunum frá Gallehus (um 400 e. Kr.),
myndvefnaðinn frá Oseberg (um 835-850 e. Kr.) og ýmislegt annað
myndefni og fornminjar sem hugsanlegt er að hafi gegnt einhvers konar
helgihlutverki eða séu til vitnis um tilvist leika, grímuleikja eða annarra
leikrænna athafna. Við þetta bætist vitnisburður fornrita um „leikgoða"
og „Syrpuþingslög“ sem Phillpotts hafði þegar túlkað sem leifar æva-
fornra heiðinna helgileikja. Gunnell er sjálfur varkárari í ályktunum sín-
um, en einnig hann er þeirrar skoðunar að þegar þetta efni sé skoðað í
samhengi bendi það til að grímur og dulbúningar hafi verið hlutar af ein-
hvers konar „helgiathöfnum" meðal heiðinna norrænna manna að fornu
- athöfnum sem síðan hafi viðgengist áfram í þjóðtrúnni, að hluta í
breyttum formum, eftir að kristni var lögtekin.
Það er þó allvafasamt hvort heimildaefnið gefur fullnægjandi tilefni
til slíkrar ályktunar. Þær myndir sem Gunnell telur að eigi að sýna dul-
búið eða grímuklætt fólk gætu að mínu viti alveg eins átt að tákna goð-
kynjaðar verur án nokkurs leikræns samhengis. Og umfram allt er erfitt
að koma auga á framvindu og tengsl innan þess afar ósamstæða efniviðar
sem hér er dreginn saman. Þannig bendir ekkert til þess að helluristurnar
sýni myndir af sams konar verum og Gallehushornin eða Osebergsvef-
urinn, né heldur að þær ævafornu, torráðnu mannamyndir sýni atburði
sem við þekkjum úr eddukvæðum eða fornum sögum eða yngri norræn-
um þjóðfræðum. I sjálfu sér er afar líklegt að einhvers konar „trúarat-
hafnir" sem grímuklætt fólk tók þátt í hafi tíðkast í norrænni heiðni þar
1 „a wide-ranging phenomenon that overlaps on one side with solo recitation
and story-telling, and on several other sides with the areas of ritual, spectacle,
children’s games of make-believe and the living art ‘performances’ of modern
artists“ (bls. 12).