Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.1996, Page 263

Skírnir - 01.09.1996, Page 263
SKÍRNIR HINN LEIKRÆNI ÞÁTTUR EDDUKVÆÐA 509 sem slíkar athafnir eru algengar á flestum menningarsvæðum, en því miður gefa heimildirnar engan ótvíræðan vitnisburð um slíkt. I öðrum kafla fer Gunnell í saumana á þjóðfræðaefni sem er einkum tímasett frá 16. öld og síðar. Hér er um að ræða árstíðabundna leiki og helgisiði eins og Staffansreið og jólahafur, baráttu Vetrar og Sumars og fleira. Islenskir vikivakaleikar og Grýlusiðir Norður-Atlantshafssvæðis- ins fá rækilega umfjöllun. Sjálfsagt má til sanns vegar færa að í vissum til- vikum sé um frumstæða „leiklist“ að ræða, að minnsta kosti ef hin víða skilgreining Gunnells er tekin gild. Hins vegar er umdeilanlegt hve gaml- ir þessir leikrænu siðir eru meðal norrænna þjóða. Gunnell keppist við að færa rök fyrir því að nokkrir þessara leika og helgisiða séu ævagamlir og eigi rætur að rekja til heiðni, en hann er nógu skynsamur til að viður- kenna að slíkt verður ekki sannað. Vandinn er ekki aðeins sá að heim- ildaefnið er hér mjög ungt, heldur er það einnig afar staðbundið og lítið um beinar samsvaranir við eldri fornminjar eða samtalskvæðin í Eddu. í þriðja kafla er Gunnell loks kominn að aðalefni sínu, samtalskvæð- um í Eddu. Kaflinn hefst á prýðilegu yfirliti yfir rannsóknir á eddu- kvæðum sem munnlega fluttum skáldskap og á tímasetningu eddu- kvæða. Tímasetningarkaflanum lýkur á stefnuyfirlýsingu sem hljóðar þannig í stuttu máli að enginn geti vitað með neinni vissu neitt um þá munnlegu hefð sem verið hafi undanfari að ritun eddukvæða og að allir sem reyni að komast að því á grundvelli formgerðar kvæðanna hvernig þau hafi verið flutt í heyranda hljóði hljóti umfram allt að beina athygli sinni að flutningi þeirra á ritmartíma (þ.e. á 13. öld). Þessi meginregla er að mínu viti öldungis rétt og birtir kærkominn mun á aðferðum Gunn- ells og Phillpotts sem var ekki nærri eins gagnrýnin. En þá vaknar sú spurning hvort þessi regla sé ekki ósamþýðanleg hvers konar kenningum um að eddukvæði megi lesa sem heiðna helgileiki. Því það virðist all- ósennilegt að slíkir helgileikir hafi verið leiknir eða fluttir á 13. öld, meira en 200 árum eftir að kristni var lögtekin. Gunnell skiptir síðan eddukvæðum í flokka á grundvelli mismunandi efnisframsetningar: í epísk frásagnarkvæði, samtalskvæði og eintals- kvæði. Samtalskvæðunum er að sínu leyti skipt í þau sem segja sögur (eins og Skírnismál), þau sem flytja sennu eða mannjöfnuð (eins og Lokasenna) og þau sem einkum miðla fornum fróðleik í formi spurninga og svara (eins og Vafþrúðnismál). Skiptingin kemur vel heim við nútíma- eddurannsóknir, jafnvel þótt markalínur milli flokkanna geti verið um- deilanlegar. Einmitt þess vegna er mjög mikilvægt að Gunnell hefur enn- fremur búið til töflu þar sem sjá má skiptingu milli frásagnar og beinnar ræðu og einnig skiptingu milli ljóða og stuðningsfrásagnar í óbundnu máli innan hvers einstaks eddukvæðis. Onnur tafla sýnir greiningu forn- yrðislags og Ijóðaháttar í Eddu með tilliti til tímasetningar, hlutfalls ljóða í beinni ræðu, orðaskipta milli mælenda og fjölda persóna sem tala í hverjum kvæðistexta. Þá sýnir þriðja taflan hvernig skiptingunni er hátt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.