Skírnir - 01.09.1996, Side 264
510
LARS LÖNNROTH
SKÍRNIR
að milli frásagnarvísuorða og vísuorða í beinni ræðu í þeim - tiltölulega
sjaldgæfu - vísum í Eddu sem geyma hvort tveggja. Markmiðið með
þessum töflum, sem hafa mikið sjálfstætt gildi fyrir framtíðarrannsóknir,
er að marka frekari umræðum um hlutverk samtala í eddukvæðum eins
góðan grundvöll og kostur er.
Það er nefnilega mikilvægt fyrir rannsókn Gunnells að afmarka með
skýrum hætti þau eddukvæði sem eru hreinræktuð samtalskvæði - og
geta því talist vera „leikrænir textar“ - frá þeim kvæðum þar sem samtöl-
in eru einungis innskot inn í frásögn í bundnu eða óbundnu máli. Og þar
sem nokkuð af lausu máli fléttast einnig saman við leikrænustu kvæða-
textana eins og þeir hafa varðveist í Konungsbók verður það honum sér-
stakt kappsmál að sýna fram á að þetta lausamál tilheyri ekki hinum
„eiginlega“ eða upphaflega texta heldur beri að líta á það sem ritara-
athugasemdir eða sviðsleiðbeiningar. Eftir langar textafræðilegar rök-
ræður sem mér virðast skynsamlegar kemst hann síðan að þeirri niður-
stöðu að einungis fimm kvæði undir ljóðahætti - Lokasenna, Skírnismál,
Fáfnismál, Vafþrúðnismál og Hárbarðsljóð - séu hreinræktuð samtals-
kvæði (ein stök frásagnarvísa kemur vissulega fyrir í Vafþrúðnismálum,
en Gunnell telur, hugsanlega með réttu, að sú vísa sé síðari tíma viðbót).
I því sem eftir er af ritgerðinni einbeitir hann sér að þessum fimm textum
og hugsanlegum leikrænum flutningi þeirra.
Þetta rannsóknarferli sem í raun útilokar stærstan hluta eddukvæða
frá frekari athugun er í sjálfu sér strangvísindalegt, en þess má geta að
eiginlega er það í mótsögn við skilgreiningu Gunnells sjálfs. Því sam-
kvæmt henni ætti frásagnarflutningur einnig að geta talist „drama" ef
frásagnarmaðurinn bregður sér í mismunandi hlutverk og ljær þeim
áherslu á leikrænan hátt með raddbreytingum, látbragði, svipbrigðum
o.s.frv., en slíkur flutningur gæti ekki aðeins hæft hreinræktuðum sam-
talskvæðum mjög vel heldur einnig frásagnarkvæðum á borð við Þryms-
kviðu, Baldurs drauma eða Gróttasöng. En þegar á reynir hefur Gunnell
samt fyrst og fremst áhuga á leikrænum textum sem samsvara hefðbund-
inni skilgreiningu og eru þannig ætlaðir fleiri en einum flytjanda.
Ef til vill er skýringin að hluta sú að Gunnell hefur fundið nýja og
stórmerkilega röksemd fyrir því að rétt sé að taka þessi fimm samtals-
kvæði undir ljóðahætti til sérstakrar athugunar. Það kemur sem sé í ljós
að einmitt í þessum fimm kvæðum - ásamt Helgakviðu Hjörvarðssonar
- eru orðaskipti afmörkuð með sérstökum hætti í Konungsbók, þ.e. með
stuttum spássíuathugasemdum af gerðinni: „Óðinn kvað“, „Vafþrúðnir
kvað“, „Fugl kvað“ o.s.frv. Með nákvæmum samanburði við evrópsk
leikritshandrit frá miðöldum gerir Gunnell því skóna að líta beri á slíkar
spássíuathugasemdir sem sviðsleiðbeiningar og þær bendi því til að við-
komandi texti sé ætlaður til raunverulegs leikræns flutnings með þátt-
töku margra leikenda. Það styður þessa ályktun að venjulegir sam-