Skírnir - 01.09.1996, Side 271
SKÍRNIR
MINNISPUNKTAR UM MINNISVARÐA
517
einhver afdrifaríkustu tímamót íslandssögunnar. Minnisvarði Magnúsar
Pálssonar verður þá eins konar minnisvarði um minnisvarða.
Brenna heilags Lárentíusar
Heilagur Lárentíus var spænskættaður erkidjákni í þjónustu Sixtusar II.
páfa í Róm um miðbik 3. aldar. Þegar Valeríanus keisari lét handtaka
páfann og síðan lífláta árið 257 var Lárentíusi falin umsjá með eigum
kirkjunnar. Keisarinn krafðist þess síðan að fá þennan fjársjóð í sínar
hendur, og veitti Lárentíusi þriggja daga skilafrest. Tímann notaði hann
til að dreifa öllum sjóðum kirkjunnar meðal fátækra. A skiladegi mætti
hann svo fyrir keisarann í fylgd tötralýðs og beiningamanna og sagði:
„Hér hafið þér fjársjóði kirkjunnar." Keisarinn áttaði sig á að hann hafði
verið blekktur, lét handtaka Lárentíus, húðstrýkja og brenna síðan á
glóðarrist. Fræg eru andlátsorð Lárentíusar á glóðarristinni: J^ssum est,
versa et manduca“ („Það er fullsteikt, snúið mér og snæðið síðan").
I helgisögn af heilögum Lárentíusi, sem rituð var af Prúdentíusi um
500 e.Kr., segir meðal annars: „Þessi dauðdagi hins heilaga píslarvotts fól
í sér raunverulegan dauða hofanna. Þá sá Vesta sitt eigið hof, þar sem
Palladium var varðveitt, autt og yfirgefið [...] og vestalan Kládía snýr í
þitt eigið hús, ó Lárentíus."* * 3 Brenna heilags Lárentíusar varð því til þess
að vestölurnar - hinir heiðnu kvenprestar er þjónuðu gyðjunni Vestu í
Róm - sneru til kristni. Tími hinna heiðnu hofa var liðinn og atburður-
inn markar þau tímahvörf er verða síðan er Konstantín keisari lætur lög-
leiða kristni sem ríkistrú í rómverska keisaraveldinu árið 313. Brenna
heilags Lárentíusar í Róm árið 258 á sér því nokkra hliðstæðu í Njáls-
brennu á íslandi.
Mynd Tizians
Þegar Tizian málaði myndir sínar af píslarvætti heilags Lárentíusar (tvær
eru varðveittar og eftirmynd þeirrar þriðju á koparstungu eftir Cornelis
Cort) vann hann á grundvelli ríkrar hefðar, bæði hvað varðar efnistök og
útfærslu myndarinnar. Helgisagan af heilögum Lárentíusi hafði þá þegar
verið vinsælt viðfangsefni myndlistarmanna um aldir, og nægir þar að
minna á mósaíkmyndina í grafhýsi Gölu Placidíu í Ravenna frá því á
fyrri hluta 5. aldar og veggmálverk Beatos Angelico í kapellu Nikulásar
annað í bókinni: fjallið Þríhyrningur er tákn, slíkt ið sama dráp Hvítanesgoð-
ans og síðasta sigling Flosa; fátt er hér að sjá, sem eigi hefur verið túlkað af
djúpri trúarlind miðalda." Einar Pálsson: Kristnitakan og kirkja Péturs í
Skálaholti, Mímir 1995, bls. 82-83.
3 Prudenzio: Passio Sancti Laurenti, hér tekið úr bók Erwins Panofsky: Tiziano
- Problemi di iconografia, Marsilio Editori 1992, bls. 58.