Skírnir - 01.09.1996, Qupperneq 273
SKÍRNIR
MINNISPUNKTAR UM MINNISVARÐA
519
V. í Vatíkaninu í Róm, frá því á fyrri hluta 15. aldar. Útfærsla Tizians á
viðfangsefninu er í anda þess sögulega málverks sem blómstraði í Fen-
eyjum um miðbik 16. aldar, þar sem dramatísk spenna atburðarins er
mögnuð til hins ýtrasta. Við sjáum augnablikið þegar píslarvottinum er
snúið á glóðarristinni á meðan böðlarnir bæta á eldinn og blása í glóðina.
Samkvæmt helgisögninni á heilagur Lárentíus að hafa gengið glaður í
dauðann í fullri vissu um forsjá Guðs og ríkulega umbun hans á himn-
um. Listfræðingurinn Erwin Panofsky hefur bent á að í öllum útgáfum
Tizians á þessu verki sé atburðurinn látinn gerast undir stöpli, þar sem
kona hulin slæðu stendur og réttir fram vængjaða styttu, sem er sigur-
tákn, á móti guðdómlegri birtu er lýsir upp næturmyrkrið. Algengt er að
sýna kristna píslarvotta pyntaða undir styttum af heiðnum goðum, og er
þá venjan að sýna ýmist Mars, Apolló eða Herkúles, gjarnan nakta. Hér
er hins vegar eitthvað málum blandið, því á stöplinum sjáum við konu
(eða styttu af konu) sem er sveipuð klæðum.
Panofsky telur að kona þessi eigi að tákna gyðjuna Vestu, sem segir
frá í helgisögn Prúdensíusar, og þar með að hún færi Guði sigurstyttuna
sem tákn um sigur kristindómsins yfir hinum heiðna sið.4 Tizian sýnir
okkur þá ekki bara pínu píslarvottsins heldur líka tímahvörfin sem písl-
arvættið markar með upphafi sigurgöngu hins kristna siðar.
Hefðin sem Tizian styðst við í framsetningu myndefnisins á eins og
áður var getið rætur að rekja allt aftur til hugmynda Aristótelesar um
eftirlíkingu náttúrunnar (mimesis) eins og hann lýsir henni í riti sínu Um
skáldskaparlistina, en þar segir meðal annars, að skáldið eigi „að fara að
dæmi góðra málara, sem líkja eftir útlitseinkennum manna, en fegra þá
um leið“.5 Þessi er hefð hins sögulega málverks, sem hófst til vegs með
húmanismanum á 15. öld, þegar myndlistin öðlaðist sess akademískra
fræða og menn settu sér þá reglu að málaralistin skyldi lúta sömu reglum
og skáldskaparlistin (ut pictura poesis). Það þýddi að myndefnið skyldi
tengjast sögu eða bókmenntalegum texta og að sýna skyldi manninn í
upphafinni eða fegraðri mynd á því augnabliki sem Aristóteles kallaði
„hvörf“ í harmleiknum.
Formlega nýlundu er þó að finna í þessum myndum Tizians, bæði í
næturstemningunni sem hann nær fram með litnum, og hinni ýktu
dramatík sem hann nær fram með mikilli hreyfingu og með sérstæðri
notkun fjarvíddar, þar sem áhorfandinn er nánast dreginn inn í hringiðu
atburðarásarinnar með sjálfu sjónarhorninu: hann horfir jafnt niður á
píslarvottinn og upp til súlnaganganna fyrir ofan (í málverkinu sem
varðveitt er í Jesúítakirkjunni í Feneyjum) og hefur því afar vítt lóðrétt
sjónarhorn. Þessi sviðsetning ber öll einkenni mannerisma og fráhvarfs
4 Tiziano - Problemi di iconografia, bls. 57-59.
5 Aristóteles: Um skáldskaparlistina, þýðandi Kristján Árnason, Hið íslenzka
bókmenntafélag 1976, bls. 70.