Skírnir - 01.09.1996, Page 274
520
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
frá hefðbundinni framsetningu háendurreisnarinnar á fjarvíddinni, eins
og henni er lýst í fræðiritum Leons Battista Albertis og Pieros della
Francesca. Fjarvíddargluggi þeirra var skoðaður úr hæfilegri fjarlægð þar
sem sérhver hlutur átti sér fastan sess í rýminu, en hér erum við stödd
inni í miðri óreiðu frásagnarinnar.
Málverkið sem vantar i íslenska listasögu
Hvernig stendur á því að við eigum ekkert íslenskt málverk, sem lýsir
Njálsbrennu út frá klassískum forsendum, eins og sjá má í málverki Tizi-
ans? Hversu vel myndi slíkt málverk ekki sóma sér til dæmis á Bessa-
stöðum, í Skálholti eða í öðrum stássstofum þjóðarheimilisins? Það er
ekki efni til þess hér að skýra öll götin í listasögu okkar, en við getum
leyft okkur að ímynda okkur þetta málverk. Ef Hannes Hafstein hefði
verið málari en ekki skáld, og ef hann hefði hlotið klassíska menntun f
málaralist, þá hefði hann trúlega málað undir áhrifum frá Tizian í líkingu
við það sem hann orti um „Skarphéðin í brennunni“:
Gulrauðar glóðir
glampa og braka.
Blóðroðin birta
blaktir um garpinn.
Skín hún á andlitið skarpfölt og tannirnar,
skiptandi blæ, meðan logagráðs hrannirnar
flétta úr eldtungum umgjörðir titrandi
utan um hetjuna, bjartar og glitrandi.
[...]
Færðust að logarnir, brestandi, brakandi,
báldrekar skriðu fram, eldmakka skakandi,
lögðust að fótum hans, fæturna sleikjandi
flakandi tungum, og glóðmökkum hreykjandi.
Hnykluðust vöðvar
á herðum þreknum,
efldum er armi
upp hann lyfti,
losaði kyrtil
frá loðnu brjósti,
helrún brenndi þar:
inn helga kross.6
6 Hannes Hafstein: Ljóðmæli, Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1944, bls. 43.