Skírnir - 01.09.1996, Page 279
SKÍRNIR
MINNISPUNKTAR UM MINNISVARÐA
525
Greenberg ogformhyggjan
Ef Lessing og sporgöngumenn hans, til dæmis bandaríski listfræðingur-
inn Clement Greenberg (hugmyndafræðingur bandarískrar abstrakt-
myndlistar á sjötta og sjöunda áratug þessarar aldar), hefðu fengið að
hafa hönd í bagga með gerð þessa minnisvarða um Njálsbrennu, þá
hefðu þeir trúlega ráðlagt Magnúsi að setja upp valda stuðlabergsstöpla
eða vel til höggna óhlutbundna bautasteina á bæjarhlaðinu á Bergþórs-
hvoli. Einhver „falleg form í fallegum stellingum" eins og Lessing orðaði
það. Þótt harmleikurinn, frásögnin og innihaldið væru í raun horfin, þá
mátti þó altént halda í formið og „göfga“ það. Þannig hugsuðu fram-
sæknir listamenn hér á landi á stríðsárunum og árunum eftir stríð og
urðu fyrir hörðu aðkasti, ekki síst frá róttækum menntamönnum sem
aðhylltust sósíalrealisma og sögðu formhyggjuna vera úrkynjun, því
myndlistarmönnum bæri að sýna alþýðuna í fegraðri mynd eins og
Aristóteles hafði sagt fyrir meira en 2000 árum.
Magnús Pálsson virðist hafa spurt sjálfan sig hver væri munurinn á
því annars vegar að steypa í brons dramatískar höggmyndir í upphöfn-
um sósíalrealískum stíl af fórnarlömbum Njálsbrennu og setja upp á
hlaðinu á Bergþórshvoli eða hins vegar að sleppa sögunni og eftirlíking-
unni en setja upphafin og fegruð form í staðinn. Hann hafnar þessum
leiðum, enda byggja þær í raun báðar á fegrunar- og göfgunarhugmynd
Aristótelesar. Göfgun eða fegrun formsins eða persónunnar er blekking-
arleikur sem hægt er að láta förðunarmeisturum og leikmyndasmiðum
sjónvarpsins eftir á okkar dögum. Það er einfaldlega raunsærra og heið-
arlegra við okkar aðstæður að hafna bæði hinu upphafna drama og hinu
upphafna formi en að fylgja því. Annars hefði minnisvarðinn trúlega
orðið það sem við köllum listlíki eða „kitsch“ á erlendu máli.
Baudelaire og tjáning sálarlífsins
Við höfum hér rakið hvernig Magnús Pálsson hefur í verki sínu hafnað
tveim reglum sem legið hafa til grundvallar myndlistinni um langan ald-
ur: myndlistin sem formgerð saga og myndlistin sem form án sögu.
Þriðji möguleikinn er hins vegar eftir: myndlistin sem tjáning tilfinninga.
Það var með rómantísku stefnunni á 18. og 19. öldinni sem þessar
hugmyndir mótuðust, þar sem hvorki formið né sagan voru í raun aðal-
atriðið í myndinni, heldur tjáningin á innri tilfinningum listamannsins.
Rómantísku myndlistarmennirnir lögðu minni áherslu á gerð sögulegra
mynda eða minnisvarða, en þó höfum við dæmi um slíkt í myndum eins
og Frelsið leiðir fólkið eftir Delacroix, Þriðji maí 1814 eftir Goya og
Skipbrot Medúsu eftir Géricault. Fyrir þessum listamönnum var mynd-
listin fyrst og fremst fólgin í tjáningu innri tilfinninga listamannsins