Skírnir - 01.09.1996, Page 280
526
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
sjálfs. Fyrir þeim var uppspretta listarinnar í snilligáfunni og það er ein-
ungis hún sem réttlætir listina eða gefur henni gildi. Franska ljóðskáldið
Charles Baudelaire sagði að myndlistin ætti að hafa alla „eiginleika
draumsins“ og að efnivið hennar ætti að sækja í „sýnir magnaðar fram af
ákafri hugleiðslu eða, þegar skortur verður á frjósemi hugans, af neyslu
tilbúinna vímugjafa," og hann bætti við að Eugéne Delacroix væri „fyrst
og fremst málari sálarinnar á gullvægustu augnablikum hennar“.n
Gætum við hugsað okkur slíkan rómantískan minnisvarða um Njáls-
brennu á bæjarhlaðinu á Bergþórshvoli? Minnisvarða sem væri uppblás-
inn af snilligáfu höfundarins og sýndi okkur magnaðar innri draumsýnir
hans um þennan voveiflega atburð? Minnisvarða er sýndi okkur inn í
sálarkviku listamannsins í gegnum loga brennunnar eða inn í vímuheim
ofskynjunarlyfjanna þar sem Skarphéðinn stæði í eldhafinu? Slík meðvit-
uð atlaga að ódauðlegu snilldarverki ætti sér augljóslega kjörinn farveg á
myndbandinu, þar sem ærleg pönkara- eða þungarokkhljómsveit myndi
sjá um gjörninginn á bæjarhlaðinu á Bergþórshvoli en Ríkisútvarpið
myndi síðan sjá um að koma verkinu til landsmanna í gegnum sjónvarp-
ið. Slíkt verk gæti orðið skemmtilegt, og ætti hugsanlega fyrirfram frá-
tekið pláss í hinni opinberu listasögu þjóðarinnar. En því er ekki heldur
að neita að útkoman gæti brugðist til beggja vona, ekki síst ef snilligáfan
léti á sér standa eða ofskynjunarvíman lenti á röngum taugastöðvum. Þá
er hætt við að framkvæmdin yrði í skötulíki, eða öllu heldur að hún yrði
listlíki.
Pólitískt sprengiefni í Njálsbrennu
Við höfum nú rakið hér nokkra hugsanlega möguleika sem listasagan
býður okkur upp á við útfærslu minnisvarðans um Njálsbrennu. Enginn
þeirra virðist beinlínis fýsilegur og við sjáum að Magnús Pálsson hefur
hafnað þeim öllum. Val hans byggist á ákveðnum skilningi á stöðu
myndlistarinnar í okkar samtíma. Sú afstaða sem hann tekur er í senn
pólitísk og menningarpólitísk.
Minnisvarði Magnúsar er hvorki til þess gerður að prýða Bessastaði,
Skálholt eða aðrar stássstofur íslenska þjóðarheimilisins. Ffann er þvert á
móti gerður til að sýna okkur að myndlistin eigi ekkert erindi lengur á
slíka staði og hafi ekki lengur því hlutverki að gegna að vera stofustáss.
Þessi minnisvarði er heldur ekki gerður til þess að halda á lofti altæk-
um hugmyndum um fegurð eða fagurfræði. Flann er frekar gerður til að
minna okkur á að tími slíkra hugmynda er liðinn undir lok.
Hins vegar sjáum við í verkinu vísi að öðrum gildum, sem skipta
kannski meira máli í samtíma okkar. Að myndlistin eigi sér ekki bara til-
11 Charles Baudelaire: Art in Paris 1845 - 1862, þýð. Jonathan Mayne, Phaidon
Press 1965, bls. 171.