Skírnir - 01.04.1997, Side 180
174
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
Og þannig líða dagar, þannig líða nætur og því þarf engan að undra
þó stundum í ljósaskiptum morgunsins hugsi Daníel prestur á meðan
hann situr við eldhúsborðið og drekkur lapþunnt kaffi og reynir að
jafna sig eftir illskiljanlegar furðusýnir sem komið hafa til hans í
martröðunum; nei það er ekkert skrýtið þó hann hugsi að veröldin sé
ekki aðeins flækt inní átök við áður óþekktar stjörnur og ekki bara
örlögin vædd frumkröftum leyndardómanna og uppreisnargjarnir
englar undir forystu myrkrahöfðingjans séu hér að verki heldur sé
stundin runnin upp, dagurinn kominn og flóðið byrjað. (234-35)
Enska skáldið William Wordsworth sagði eitt sinn að barnið væri
faðir mannsins. Á meðan börnin hlæja vegna þess að undrið er eðlilegur
hluti af veruleikasýn þeirra, örvæntir fullorðna fólkið því það hefur tap-
að sýninni á töfrana í tilverunni. I svefnrofunum, eða bilinu milli draums
og vöku, upplifir það gleymt samræmi hlutanna, en í vöku getur það
hvergi fundið þessari sýn stað innan veruleikans. Mörg rómantísku
skáldanna álitu breytinguna frá lífssýn barnsins vera persónulegt synda-
fall og töldu ímyndunaraflið aðeins geta brúað bilið til hálfs. Því yrði
merkingarríkur tími æskunnar aðeins skynjaður í brotum. Hugsunin um
glataða tilvist getur þó verið mönnum leiðarljós í leit að innihaldsríku
lífi. Það er hlutverk skáldskaparins að minna okkur á þessar stundir, þótt
oft geti þær, svo vitnað sé aftur í Wordsworth, „kallað fram hugsanir
sem liggja dýpra öllum tárum“.
Undrið í Riddurunum og Vxngjaslœttinum mótast af flóknu samspili
sögumanns og söguhöfundar. Sú þversögn sem felst í því að tefla saman
barnslegri sýn á veruleikann og skáldlegu ímyndunarafli leiðir til róman-
tískrar göfgunar sem t.d. má rekja til skáldskapar Wordsworths.25 í
Eftirmdlanum segir Einar að mestu skilið við þá barnaveröld sem ræður
ríkjum í fyrstu tveimur skáldsögum trílógíunnar og í næstu þremur bók-
25 Reyndar mætti skoða allar skáldsögur Einars Más Guðmundssonar út frá
þessum rómantísku forsendum. I Lyrical Ballads (1798) skrifaði Samuel
Taylor Coleridge (1772-1834) um undarlegan veruleika hrollvekjunnar, með
því að draga fram sannar tilfinningar og trúverðugar athafnir fólks undir
ónáttúrulegum kringumstæðum, líkt og sjá má í bók Einars Eftirmála
regndropanna. í hlut Wordsworths kom aftur á móti að fjalla um veruleika
undursins með því að skrifa um daglegt líf sveitafólks og þá atburði sem gátu
gerst £ venjulegu litlu þorpi. Wordsworth vildi opna augu lesandans fyrir mik-
ilfengleika og fegurð þeirrar veraldar sem ávallt er fyrir augum, en sem vani og
hugsunarleysi hafa gert hann blindan fyrir. Framandgervingin kemur fram í
sama efnisvali og finna má í bókum Einars, því Wordsworth yrkir oft út frá
sjónarhóli barna, eða um fólk sem hefur orðið hornreka í þjóðfélaginu. I „The
Female Vagrant" yrkir hann um flökkukonu, í „The Thorn“ um geðveika
konu, og í „The Idiot Boy“ um einfeldning. Hliðstæðan við skáldskap Einars
Más Guðmundssonar ætti að vera augljós.