Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 8
Gunnlaugur A. Jónsson
Baldur Pálsson kerfisfræðingur gerir grein fyrir samstarfsverkefni
fjögurra stofnana Háskólans (Guðfræðistofnunar, íslenskrar málstöðvar,
Málvísindastofnunar og Orðabókar Háskóla íslands) um gerð tölvuunnins
orðstöðulykils að Biblíunni 1981.
Dr. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri stiklar á helstu atburðum í
biblíusögu nítjándu aldar og byrjun tuttugustu aldar einkum hvað varðar
umræður um málfar. Hún leggur áherslu á að biblíuþýðingu verði ekki
kastað fram úr erminni og að biblíutextinn þurfi „ætíð að vera fyrirmynd
annarra texta að orðfæri og vönduðum frágangi“ og að þörf muni vera
nýrra þýðinga á Biblíunni „á meðan bók verður lesin í þessu landi“.
Dr. Gunnlaugur A. Jónsson fjallar um þær deilur sem urðu vegna
biblíuútgáfunnar árið 1908 og sýnir fram á að afstaða manna til þeirrar
þýðingar fór eftir því hvar í flokki þeir stóðu gagnvart „nýju
guðfræðinni“ svokölluðu, sem ruddi sér til rúms hér á landi kringum
aldamótin. Þá birtir hann niðurstöður könnunar á kærumálum þeim, sem
urðu vegna biblíuútgáfu þessarar, eins og þau birtast í skjalasafni Breska
og erlenda biblíufélagsins í Cambridge.
Jón Sveinbjömsson prófessor kynnir ný viðhorf í ritskýringu og bendir
á að þessi nýju viðhorf, einkum í málvísindum, bókmenntafræðum og
félagslegri mannfræði, hafi knúið guðfræðinga til að endurskoða
hefðbundnar aðferðir við biblíuþýðingar. Einnig bendir hann á
merkingarfræðilegar takmarkanir þeirrar þýðingar sem við búum nú við
(1912/1981).
Sr. Jónas Gíslason vígslubiskup bregður á loft nokkmm svipmyndum
úr lífi Skotans Ebenezers Hendersonar, sem beitti sér fyrir stofnun Hins
íslenska Biblíufélags árið 1815.
Dr. Sigurður Öm Steingrímsson segir m.a. í grein sinni, að starf að
þýðingu Gamla testamentisins sé tvíþætt. Annars vegar þurfi að vinna að
því að finna hina elstu og upprunalegustu gerð textans, hins vegar þurfi
að flytja þennan texta yfir á annað tungumál. Gerð er grein fyrir helstu
handritum Gamla testamentisins og elstu þýðingum, og fjallað er um
þýðingaraðferðir.
Stefán Karlsson mag. art. sérfræðingur á Ámastofnun fjallar um elstu
gerðir Faðir vors á íslensku, en elstu handrit sem hafa að geyma bænina
em skrifuð um 1200 eftir eldri forritum. Þá kannar Stefán hina
drottinlegu bæn í íslenskum biblíuútgáfum og sýnir fram á mikla festu
textans. „Aldalanga hefð ber ekki að virða að vettugi, og það er
fagnaðarefni að orðafar skuli hafa haldist óbreytt að mestu í drottinlegri
bæn á móðurmáli okkar um átta alda skeið hið minnsta."
Svavar Sigmundsson dósent í heimspekideild fjallar um þýðinguna á
Nýja testamentinu 1827 og ber hana saman við næstu útgáfu á undan, frá
1813. Samanburður hans nær einkum til orða á einu tilteknu
merkingarsviði, um líkamann. Sýnir hann fram á að fjölbreytni í orðavali
eykst í útgáfunni 1827 og nálgast textinn mun meir samtímamálnotkun.
Þórir Oskarsson cand. mag. fjallar um mál og stíl á Nýja testamenti
Odds Gottskálkssonar frá 1540 og þá tignarstöðu, sem þessi þýðing hefur
6