Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 219
Sundurgreinilegar tungur
Eður hvað má maðurinn það gefa að hann frelsi sína önd með? Því að hver hann
skammast mín eður minna orða hjá þessari hórdómsins og syndugri kynslóð, þann
mun mannsins sonur og forsmá þá hann kemur meður sínum englum í dýrð síns
föðurs. (93-4)
Lk 9:24-27.
Því að hver er sínu lífi vill bjarga, hann týnir því, en hver sínu lífi týnir minna vegna,
hann gjörir það hólpið. Því hvað gagnar það manninum þó hann hreppi allan heim, en
glati sjálfum sér og gjöri svo sitt eigið tjón? Því hver hann feilar sér mín og minna
orða, þess mun mannsins sonur feila sér þá hann kemur í dýrð sinni og föðursins og
heilagra engla. (141)
Þegar þessar ritningargreinar eru bomar saman við þýðingamar sem
nefndar vom hér að framan sést að Oddur notar stundum allt að fjögur
samheiti yfir þær hugmyndir sem þar er komið á framfæri með einu og
sama orði. Alla jafna er íslenska þýðingin frá 1981 einföldust og
sparsömust á (uppfletti-) orð, en ekki er heldur hægt að tala um
tilbreytingarríkt málfar í latneska og þýska textanum þótt þar finnist að
sönnu örfá dæmi um notkun samheita.
Þetta má sýna með nokkrum dæmum. Fyrst eru birt skáletruð orð
íslensku þýðingarinnar frá 1981 og síðan sýnd sambærileg orð Vúlgötu,
Lúthers og Odds. Komi orð fyrir oftar en einu sinni er tíðni þeirra
tilgreind innan sviga. Bjarga (4): salvam facere (4); behalten (2), erhalten
(2); forvara, varðveita, bjarga, gjöra hólpið. — Týna (5): perdo (5);
verlieren (5); tortýna, láta, týna (2), glata. — Eignast (2): lucror (2);
gewinnen (2); eignast, hreppa. — Blygðast (4): confusus (2), erubesco
(2); schámen (4); skammast, forsmá, feila (2). — Sál (2): anima (2); Seele
(2); sál, önd.
Viðhorf samtímamanna Odds til þýðingar hans
Hér að framan var minnst á þau ummæli Páls Eggerts Ólasonar að
nauðsynlegt væri „að stíga niður til Odds sjálfs og samtímismanna hans“
ef leggja ætti dóm á meðferð hans á íslenskri tungu.
Fáar beinar heimildir eru til um viðbrögð samtímamanna Odds við
þýðingu hans. Margt bendir þó til þess að hún hafi verið vel metin og
mikið lesin, eða nánast upp til agna; einungis fjögur eintök hennar hafa
varðveist fullkomlega heil. Auk þess var hún tekin upp í Guðbrandsbiblíu
árið 1584 með tiltölulega litlum breytingum. Flestar vörðuðu þessar
breytingar reyndar orðfæri og málbeitingu; miðuðu að því að gera
textann nákvæmari og eðlilegri og tóku jafnt til einstakra orða, orð- og
beygingarmynda, sem heilla málsgreina.23
Eins og menn hafa bent á voru þessar breytingar hvorki
umfangsmiklar né óumdeilanlegar. Þær sýna þó glöggt að málnotkun
Odds hefur ekki að öllu leyti komið heim og saman við hugmyndir
Guðbrands Þorlákssonar biskups, þess sextándu aldar manns sem lét sig
23 Sjá Pál Eggert Ólason 1922, s. 538-542 og Allan Karker 1988, s. 160-162.
217