Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 182
Svavar Sigmundsson
f miðaldatextum er líka notað fomafn: kendi hun sik þegar alheila. OG
hefur hér líkama, en útgáfan 1981: hún fann það á sér.
1 Kor 13,3:
1813:
Og þó at eg gæfe allar mínar eigur fátækum og eg lete brenna minn líkama, og hefde
eigi kærleika, þá være mer þat eingen nytseme.
1827:
Og þó eg bitadi nidur allar eigur mínar og léti jafnvel brenna mig, en hefdi ecki
kjærleikann, væri þad mér til einskis gagns. (J.J.)
í miðaldatextum stendur: oc breNac fyr hans sakar. (Kirby.) OG hefur
hér líkama, eins og er haft í 1981.
í einu dæmi er flt. líkamir breytt í menn, þar sem „sóma” er í grísku:
Mt 27,52:
1813:
Og grafemar lukust upp, og marger líkamer heilagra risu upp, þeir sem sváfu.
1827:
og legstadir hinna daudu opnudust og margir helgir menn risu upp þeir, er ádur vóru
daudir; (G.V./S.E.)
í miðaldatextum stendur líkamir (Kirby); OG hefur hér einnig líkamar og
1981 hefur: margir líkamir helgra látinna manna.
í einu dæmi er líkama sleppt, þar sem einnig er „sóma” að baki:
Jh 20,12:
1813:
Og sá tvo Engla hvítklædda, sitiande þar, einn til hpfda, enn annann til fóta, þar sem
þeir hpfdu lagt líkamann Jesu.
1827:
og sjer tvo engla hvít-klædda hvar þeir sitja, annann til hpfda, hinn til fóta þar, sem
Jesús hafdi legid. (Á.H.)
OG hefur hér líkama, og svo er einnig í útg. 1981.
í nokkrum dæmum hefur orðinu hold verið breytt í líkama milli
útgáfna. í grískunni er „sóma” í þessum stöðum:
Mk 14,22:
1813:
Taked þer, og eted, þetta mit holld.
1827:
takid þér vid, þetta er minn líkhami. (G.V./S.E.)
OG hefur hold á þessum stað, en 1981 hefur líkami.
180