Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 210
Þórir Óskarsson
ýmissa málfars- og stíleinkenna sem telja má afleiðingu þess að þýtt er
orðrétt, en „hvört eitt túngumál hefir sína talshætti og orðatiltæki fyrir
sig, sem yrðu í öðru óskiljanlegir“, svo að vitnað sé í athyglisverðar
hugleiðingar Hannesar biskups Finnssonar um biblíuþýðingar.12 Þannig
má hæglega finna kafla í þýðingunni frá 1981 þar sem svo til ekkert
stendur eftir af þýðingu Odds. Hér má til dæmis taka Lk 9:51-55.
Þýðing Odds:
En það skeði þá þeir dagar voru fullkomnaðir er hann skyldi uppnemast frá oss,
hressti hann sína ásján að ganga til Jerúsalem. Og hann lét sendiboða fara fyrir sinni
augsýn. Þeir fóru og gengu inn í samverskan kaupstað að þeir reiddu þar til fyrir
honum. En þeir þar voru, tóku eigi við honum af því að hann hafði snúið sinni ásján
að reisa upp til Jerúsalem. En er hans lærisveinar Jakobus og Jóhannes sáu það,
sögðu þeir: Viltu lávarður, þá vilju við segja að eldur komi af himni og fortæri þeim,
... (143)
Þýðingin frá 1981:
Nú fullnaðist brátt sá tími, er hann skyldi upp numinn verða. Beindi hann þá augum til
Jerúsalem, einráðinn að fara þangað. Og hann lét sendiboða fara á undan sér. Þeir fóm
og komu í Samverjaþorp nokkurt til að búa honum gistingu. En þeir tóku ekki við
honum, því hann var á leið til Jerúsalem. Þegar lærisveinar hans, þeir Jakob og
Jóhannes, sáu það, sögðu þeir: Herra, eigum vér að bjóða, að eldur falli af himni og
tortími þeim?
Eins og sjá má af þeim dæmum sem hér hafa verið tekin hefur texti Odds
staðist tímans tönn mjög misvel. Slíkt kemur vissulega ekki á óvart. Um
leið er vert að hafa í huga að slíkt verður heldur aldrei talið neinn
mælikvarði á ágæti bókmennta. Þar hljóta ýmsir aðrir þættir, sem oft er
erfitt að festa hendur á, að koma jafn mikið við sögu. Að einum slíkum
þætti vék Sigurður Pálsson fyrir hálfri öld þegar hann ræddi um þýðingu
Odds og bar hana saman við þýðinguna frá 1912: „Þýðing vor á N. Tm.
hefur að sjálfsögðu ekki mállýti 16. aldar, en hún stendur langt að baki
þýðingu Odds, að krafti og heilagri tign.“13
Oddur og íslensk biblíumálshefð
Þegar rætt er um þýðingu Odds á Nýja testamentinu er vert að hafa í
huga að á tímum hans áttu íslendingar ekki einungis aldalanga rithefð að
baki, heldur bjuggu þeir einnig að allsterkri innlendri biblíumálshefð. Að
þessu leyti markaði siðbreytingin ekki sömu skil hér á landi og víða
annars staðar þar sem móðurmálið hafði lengstum verið fyrir borð borið
af kirkjunnar mönnum.
Meðal elstu rita sem varðveist hafa á íslensku skipa þýddar og
frumsamdar trúarbókmenntir veigamikinn sess. Allt frá 12. öld em til
fjölmargar sögur af postulum Krists og öðmm helgum mönnum, ásamt
prédikunum og kennsluritum í kristnum fræðum. Flest þessara rita hafa
12 Hannes Finnsson 1796, s. xviii-xix.
13 Sigurður Pálsson 1940, [eftirmáli].
208