Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 24
Ámi Bergur Sigurbjömsson
standa straum að hælisrekstrinum.43 Auðvitað var apokrýfu bækumar að
finna í þessum Biblíum öllum.
Fimmta útgáfa Biblíunnar allrar á íslensku var svo gerð í Kaupmanna-
höfn árið 1813. Var það langstærsta upplag íslensku Biblíunnar til þessa
og var útgáfan kostuð af Breska og erlenda Biblíufélaginu, Biblíufélagi
Edinborgar og biblíufélögum á Holtsetalandi og Fjóni.44 Þar vom
formálar Lúters fyrir ritum Biblíunnar felldir niður til lítils ávinnings og
eim minni að apokrýfu bókunum var einnig úthýst, en skoska grein breska
Biblíufélagsins studdi útgáfuna fjárhagslega eins og ofan getur en þar
voru kalvínsk viðhorf til apokrýfu bókanna alls ráðandi og þeim útskúfað
úr Biblfum sem félagið kostaði útgáfu á.
Breska og erlenda og íslenska biblíufélagið
Ebeneser Henderson, skoskur trúboði, varð 1805 innlyksa í
Kaupmannahöíh á leið til trúboðsstarfa í danskri nýlendu á Indlandi. Hóf
hann þátttöku í kristilegu starfi í Kaupmannahöfn og kynntist ýmsum
kirkjunnar mönnum, meðal annars starfi danskra presta, sem árið 1800
höfðu stofnað félag á Fjóni og Holtsetalandi til að dreifa kristilegum
ritum og heilagri rimingu. Athygli þeirra ágætu manna beindist brátt að
íslandi. Af bréfaskiftum við menn uppi hér komust þeir að raun um að
biblíuskortur var verulegur og prentsmiðjan sem fyrr hafði verið á
Hólum, en nú komin suður á land, væri ekki lengur starfhæf. Bakhjarl
hennar og útgáfustarfsemi allrar var enda rýr og enginn eins og hag
þjóðar og biskupsstólanna var komið við upphaf nítjándu aldar.
Ákvað danska félagið að kosta dreifingu allmargra Nýja testamenta á
íslandi og átti Henderson hlut að því að athygli Breska og erlenda
Biblíufélagsins var vakin á brýnni þörf íslendinga. Afréð félagið og deild
þess í Edinborg að veita verulegu fjármagni til útgáfu Biblíu sem dregið
gæti úr biblíuskortinum á íslandi.
Hafði Henderson umsjón með prentun og útgáfu þessarar íslensku
Biblíu sem var miklum erfiðleikum háð vegna dýrtíðar og pappírsskorts
sakir styrjaldarinnar sem þá geisaði. En allt um það komst Biblían út árið
1813, 5000 eintök og annað eins prentað af Nýja testamentinu. Var þessi
fimmta útgáfa íslensku Biblíunnar sú langstærsta til þessa eins og áður er
sagt og var hún án apokrýfu bókanna. Á titilblaði bókarinnar stendur nú í
fyrsta sinn skráð: Biblía, það er heilög ritning útlögð á íslensku, en fram
að því hafði þar staðið „útlögð á norrænu.” Prentað var hér eftir
Vajsenhúsbiblíu og síst um hana bætt45
Breska og erlenda Biblíufélagið fól Henderson að halda til íslands og
hafa hönd í bagga með dreifingu Biblíunnar. Hér á landi dvaldi hann árin
1814 og 15, ferðaðist um landið en hafði vetursetu í Reykjavík. Ritaði
hann gagnmerka bók um ferðir sínar, Ferðabók, sem vitnað er til hér að
43 Magnús Már Lárusson „Drög að sögu íslenskra biblíuþýðinga,” Kirkjuritið, 4. hefti
15. árg., s. 343.
44 Magnús Már Lárusson „Drög að sögu íslenskra biblíuþýðinga”, s. 345.
45 Steingrímur J. Þorsteinsson: „íslenskar biblíuþýðingar”, s. 73.
22