Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 124
Jónas Gíslason
Bretlandi og um allan heim. Það veitir aðstoð við þýðingu hennar og
útgáfu á fjölmörgum tungumálum.
Brezk stjómvöld em ekki alltaf hrifin af starfi kristniboðsins. Gildir
það einkum um þá, er stjóma hinum öflugu verzlunarfélögum, sem oft er
falin stjóm mála í nýlendunum. Orsökin er auðsæ.
Kristniboðið leggur mikla áherzlu á að kenna innfæddu fólki að lesa,
svo að það geti lesið Guðs Orð. Og lestur er gmndvöllur allrar
menntunar.
Yfirvöld hafa lítinn áhuga á að mennta nýlendubúana. Það er erfiðara
að halda menntuðu fólki niðri og hafa það að féþúfu.
Kristniboðsköllun2
í bænum Dunfermline á Skotlandi, nálægt Edinborg, býr ungur piltur,
Ebenezer Henderson að nafni, sonur fátækra hjóna, sem taka virkan þátt í
starfi kirkju sinnar. Heimili þeirra einkennist af guðhræðslu og
nægjusemi. Ungur hefur Ebenezer Henderson nám í úrsmíði hjá eldri
bróður sínum, en þeir eiga ekki skap saman, svo að hann hættir því námi
og snýr sér að skósmíði.
Sterk vakning gengur yfír Skotland á þessum ámm. Hún berst einnig til
Dunfermline. Henderson kemst til lifandi trúar 1798 og verður virkur
þátttakandi í starfi kirkjunnar. Hann stofnar, ásamt hópi jafnaldra sinna,
biblíu- og bænahóp, sem hittist vikulega.
Hann fær kristniboðsköllun og lýkur tveggja ára undirbúningsnámi
kristniboða. Nokkur dráttur verður samt á því, að hann komist til starfa á
kristniboðsakrinum.
Annar ungur Skoti, John Paterson að nafni, er kallaður til
kristniboðsstarfa á Indlandi. Hann fær að velja sér samstarfsmann og
velur Henderson, sem er fús til fararinnar.
Indlandsför ráðgjörð
Bretar ráða lögum og lofum á Indlandi, svo að brezkum kristniboðum
ætti að vera auðvelt að komast þangað.
Reyndin er þó önnur. Brezkir skipstjórar neita að flytja þá til Indlands.
Kristniboðar em ekki vel séðir af ráðamönnum verzlunarfélagsins, eins
og áður er getið. Skipstjóramir em í þjónustu verzlunarfélagsins.
Þeir félagar gefast samt ekki upp.
Danir eiga nýlendur á Indlandi og dönsk stjómvöld em talin vinsamleg
kristniboði. Kannski kæmust þeir austur með skipum danskra
kaupmanna? Þeir leggja því leið sína til Kaupmannahafnar.
Þangað koma þeir haustið 1804 og Henderson er þá aðeins tvítugur að
aldri. Báðir em þeir reynslulitlir, en staðráðnir í að reynast köllun sinni
trúir.
Fyrstu kynni þeirra af dönsku kristnilífi em ekki mjög uppörvandi. Á
sunnudagsmorgni undrast þeir framferði Dana. öll venjuleg starfsemi er
2 Hér er stuðzt við bók Felixar Ólafssonar, Ebenezer Henderson. Bibelselskabets
stifter. Det Danske Bibelselskab. K0benhavn 1989, s. 22-30.
122