Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 143
Úr hebresku á íslenzku
Aquila frá Sinope í Pontus var, samkvæmt gyðinglegri hefð, nemandi
rabbi Akíba. Hann gerði nýja þýðingu Gamla testamentisins kringum 130
e. Kr. Þýðing hans átti að vera eins orðrétt þýðing masóretíska textans og
kostur var á. Þessi þýðing er ekki varðveitt í heild. Hún er nú þekkt
eingöngu af tilvitnunum í hana í ýmsum ritum og af brotum úr Hexapla
Orígenes.
Symmachus gerði nýja þýðingu kringum 170 e. Kr. Örfá brot úr
Hexapla Origenes eru það eina sem varðveitt er.
Þeodotíon, sem samkvæmt gamalli kirkjulegri hefð var heiðingi, sem
hafði gerzt Gyðingur, endurskoðaði gríska þýðingu og lagaði hana eftir
hebreska textanum. Ekki er vitað með vissu, hvaða þýðingu hann
endurskoðaði. Þessi textagerð grísku þýðingarinnar er að mestu glötuð.
Guðfræðingurinn Orígenes frá Alexandríu (dáinn eftir 251) setti
saman hið mikla verk Hexapla milli 230 og 240 e. Kr. Þar raðaði hann
saman 1) hebreska textanum af G.t., 2) grískri umritun hebreska textans,
3) Aquila, 4) Symmachus, 5) „sjötíumanna þýðingunni", 6) Þeodotíon.
Markmið hans var, að gera þeim, sem ekki kunnu hebresku, kleift að
nálgast hebreska textann og nákvæma merkingu hans. Þetta rit er aðeins
varðveitt í brotum.
Vitað er, að ýmsar aðrar endurskoðanir „sjötíumanna þýðingarinnar”
voru gerðar og eru endurskoðanir eftir Lúkían og Hesychíus mikil-
vægastar.29
V
Gamla testamentið var snemma þýtt á önnur mál en grísku. Þannig eru
hlutar þýðinga og raunar einnig heilar þýðingar varðveittar á koptísku,
eþíópísku, armensku og arabísku.
Þar sem hin kristna guðsþjónusta var snemma flutt á latínu í
vesturhluta hins rómverska ríkis, varð þörf fyrir latneska þýðingu. Talið
er víst, að Tertullian (dáinn um 160 e. Kr.) hafí notað lameska þýðingu30
og Cyprian (dáinn 258) vitnar vafalaust í latneska þýðingu. Þessi eða
þessar gömlu latnesku þýðingar eru ekki varðveittar. Elzta latneska
þýðingin, svonefnd Vetus Latina, er í raun samsafn ólíkra þýðinga frá
ýmsum tímum. Hún er aðeins varðveitt í brotum.
Langmikilvægasta latneska þýðingin er að sjálfsögðu Vulgata,
þýðingin, sem Hieronymus gerði á árunum 390-405. Hieronymus þýddi
masóretíska textann, en notaði Septuaginta, Aquila, Symmachus og
Þeodotíon sem hjálpartæki. Má raunar greina sterk áhrif frá grísku
þýðingunum, einkum frá Aquila og Symmachus, í þýðingu hans.31
29 Unnið er að vísindalegri útgáfu af Septuaginta þýðingunni við háskólann í Göttingen.
Kom fyrsta bindi þessarar útgáfu út 1931, en verkið hefur tafízt mikið.
30 Sbr E. Wiirthwein, op. cit. s. 86.
31 E. Wiirthwein, op, cit. s. 9-91.
141
l