Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 195
Samanburður á Nýja testamentinu 1813 og 1827
GV:
Þér erud salt jardar, nú ef saltid dofnar, med hverju skal þá salta? Þad er þá til einkis
nýtt, verdur útkastad og fótum trodid.
1827:
Þér erud salt jardar; nú, ef saltid dofnar, med hverju skal þá selta þad? Þad er þá til
einkis nýtt, nema ad útkastast og fótum trodast af m0nnum.
14.
1813:
Þer erud liós veralldar. Sú borg sem á fiallenu liggur fær ei folgist.
GV:
Þér erud liós heimsins. Sú borg sem á fialli er byggd, fær ej dulist.
1827:
Þér erud liós heimsins; sú borg, sem á fjalli er bygd, fær ecki dulist.
15.
1813:
Og eige tendra menn liósid og setia þad under mæleask, helldur yfer liósahalldenu, so
ad þad lysi 0llum þeim, sem í húsinu eru.
GV:
Ekki heldur plaga menn ad qveikja liós, og hvolfa yfir þad keri heldur setja þeir þad í
liósa stiku, ad þad lýsi þeim, sem inni eru.
1827:
Menn qveikja ecki ljós til ad setja þad undir mælikér, heldur setja menn þad í liósa-
stiku, ad þad lýsi þeim, sem inni eru.
Textinn í 1813 er oftast nær óbreyttur texti Odds Gottskálkssonar, en
breytingar Sveinbjamar ganga yfirleitt í þá átt að gera málið hnitmiðaðra.
Fleiri dæmi mætti nefna um það úr Mattheusarguðspjalli, þar sem
Sveinbjöm breytir ofan línu í ÍB 507,4to.
í Mt 6,22 stendur hjá Geir: þad sem líkamanum lysir er augad.
Sveinbjöm breytir því í: Augad er ljós líkamans. Geir segir í Mt 6,30: á
morgun verdur brúkad til eldsneytis. Sveinbjöm breytir í: á morgun
verdur í ofn kastad. Hér er líka um málhreinsun að ræða og fleiri dæmi
em þess, t.d. í Mt 5,15, þar sem erlenda sögnin plaga hverfur. Geir hafði
í stað sagnarinnar tendra (sem hann e.t.v. áleit danskt orð) sett kveikja.
Sveinbjöm notar sögnina ske í Mt 1,22, þar sem Geir orðar öðruvísi:
Geir: Þannig rættist giörvallt þetta. Sveinbjöm: En allt þetta skédi, svo ad
rættist þad. Geir notar sögnina forsóma, en Sveinbjöm breytir í afrækja í
Mt 6,24. Geir hefur kroppurinn í Mt 6,25 en Sveinbjöm hefur líkhaminn.
Geir notar orðið port í Mt 7,13/14 en Sveinbjöm hlid. Hinsvegar hefur
Geir orðið meinlæti í Mt 8,17, þar sem Sveinbjöm notar dönskuskotið
orð: kránkdæmi.
í þýðingu sinni virðist Geir biskup fara nokkuð sínar eigin leiðir, án
þess að nokkur rækilegur samanburður hafi verið gerður hér á þýðingu
hans og fyrri þýðingum guðspjallanna. Þetta má sjá á eftirfarandi texta
hans af Faðirvorinu í Mt. 6,9-13:
Fadir himneskur, vegsamadur vertu og dyrkadur, hefjist nki þitt: - hvad þú vilt þad
verdi allstadar; géf oss ætid vidurqvæmilegt uppeldi; fyrirgéf oss vorar misgiördir.
193