Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 226
Þórir Kr. Þórðarson
Þar fyrir bið ég að þér viljið þetta vinsamlega meðtaka og með gáti lesa ... því að það
sem í ebresku máli er skrifað, það hlýðir [=hljóðar] ekki svo vel þegar menrx snúa því í
annað mál. Ekki alleinasta þessi mín bók, heldur og fleiri lögmálsins og spámannanna
og aðrar bækur, hljóða langtum öðru vís en þær verða í þeirra máli talaðar.* * 3
Oddur og aðrir Guðbrandsþýðendur þýddu þýðingu Marteins Lúthers, og
hefur mikið verið skrifað um málið á þeim þýðingum og gildi þeirra
fyrir þróun íslenskrar tungu. Lúther var einn snjallasti þýðandi allra tíma
og skóp þýskt ritmál með þýðingu sinni. (Einhvers staðar segir hann: „Ég
neyddi Pál postula til að tala þýsku!”)
A 19. öld voru margar merkar þýðingar gerðar hér á landi. Einna hæst
ber Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar, og fjallaði Finnbogi
Guðmundsson um þær í doktorsriti sínu.4 í bréfum Sveinbjamar koma
fram áhyggjuefni hins snjalla þýðanda.5
Heimildir kvæðis og merking þess
Kvæði verður til úr heimildum sínum, tilefni og umhverfi skáldsins og
kynslóðar þess, en það lifir áfram í næstu kynslóðum, og þetta framlíf má
framlengja í þýðingunni.6 Nýir lesendur taka við því sem fyrri lesendur
skildu eftir sig. — Af þessum sökum getur þýðing aldrei verið fullkomin
eftirmynd frumtextans. Hún er aðeins endurhljómur endurhljóms.
Frumverkið breytist ekki. Það er eins og minnismerki sem bendir á
eitthvað annað en sjálft sig. En þýðing er breytileg. Því er þýtt að nýju á
hverri öld, eins og dæmin sanna í bókmenntaheiminum.
Nýjar merkingar
Kynslóðimar sjá sífellt nýjar tilvísanir, nýjar merkingar. Það að lesa
skapar nýja merkingu.7 Og fmmverkið getur merkt þetta allt sem
komandi kynslóðir sjá (eða heyra) í því. En enginn getur vitað hver
merkinganna er réttust. Þess vegna halda menn áfram að leika sinfóníur
Munksgaard, 1957. Einnig hafði Magnús Már Lárusson rannsakað handritin (sjá
formála).
3 Framar í formálanum er þetta: „Minn afi Jesús, eptir því að hann sig sérlega iðkaði til
að lesa lögmálsins, spámannanna og aðrar fleiri bækur . . . lagði hann fyrir sig
nokkuð að skrifa af vísdómi og góðum siðum, svo að þeir hinir sömu sem gjama
vildu læra og hyggnir verða, yrði þess skynsamari og skikkanlegri til, gott lífemi
fram að færa . . ..”
4 Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsióðs,
1960.
5 ív.r., íViðauka, bls. 311-323.
6 Walter Benjamin, ,J3ie Aufgabe des Ubersetzers.” í: Illuminationen. Frankfurt am
Main, 1977, s. 52. Um W. Benjamin sjá t.d. „Auch ein Hinweis auf Walter
Benjamin” í: Heinrich Vormweg, Eine andere Lesart: Úber neue Literatur. Neuwied
und Berlin: Luchterhand Verlag, 1972.
7 Ralph Marcus, „The Plain Meaning of Isaiah 42.1-4,” The Harvard Theological
Review xxx, 1937, s. 250 vitnar í þessi orð ókunns höfundar: The act of reading
creates new meaning.
224