Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 38
Baldur Pálsson
hafði við fyrri yfirferðir, en auk þess var nú greint á milli orða úr sama
orðflokki og af sama formi, sem komu fyrir í fleiri en einni merkingu í
Biblíunni. Þennan lista er síðan ætlunin að lesa til að velja úr þau orð,
sem standa skulu í hinum prentaða og útgefna lykli, sem áætlað er að
komi út snemma á næsta ári.
6. Meðferð sérnafna
Við leiðréttingu Biblíutextans var tekin sú stefna, að ráði Baldurs
Jónssonar, að merkja öll dæmi um sémöfn í textanum. Þetta var gert á
þann hátt að sett var stjömumerki * fyrir framan hvert dæmi um sémafn
í Biblíunni, en dæmin em um 45.000 talsins. (Þegar talað er um sémöfn
er átt við orðmyndir, sem útgefandi Biblíunnar hefur kosið að rita með
stómm staf). Þetta hafði þau áhrif að hægt var að vinna þennan flokk
sérstaklega, en hann er að því leyti frábrugðinn öðmm orðflokkum að
þar reynir ekki á mikla málfræðilega greiningu, en þeim mun meir á eins
konar merkingaraðgreiningu. Við þessa vinnslu var stuðst við sémafna-
lista þann, sem er í sérstökum viðbæti í Concordance to the Good News
Bible, BFBS 1983. Hér þarf víða að greina á milli persóna og staða, sem
heita sama nafni. Þetta er raunar svipað vandamál og þegar sama orðið
hefur mismunandi merkingar. Nafnberar em margvíslegir ekki síður en
merkingar orða. Komið geta fyrir sérnöfn.sem eiga við yfir tuttugu
mismunandi persónur t.d. ASARJA. Aðferðin við að koma þessari
aðgreiningu inn í textann var sú að setja sérlegan hala á þær orðmyndir,
sem skyldi aðgreina, og halinn látinn byrja á merkinu #. Síðan var sett
merkingarnúmer orðmyndarinnar, en þetta númer var táknað með
grískum bókstöfum til að mgla ekki saman við tölustafi í meginmáli
Biblíunnar.
Þannig er orðmyndin *Asarja#(5 sama og sérnafnið Asarja, nafnberi
númer 2.
Með þessari aðferð þarf ekki að breyta orðmyndaskrá eða lemmuskrá.
Allvíða koma fyrir í Biblíunni orðasambönd, sem em í eðli sínu ein
lemma, þótt rituð séu í fleiri en einu lesmálsorði.
Dæmi: *Bet Hóron.
Til að geta flokkað *Bet Hóron sem eina lemmu þurfti að gera
breytingar á textanum og orðmynda- og lemmuskrám. Það var gert
þannig að sérlegt merki, & var látið tákna sérstakt stafbil og textanum
breytt í *Bet&Hóron. Á sama hátt þurfti að gera línu í orðmyndaskrá:
*bet&hóron e bet&hóron
Og í lemmuskrá:
BET&/HÓRON e SN
36