Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 119
Ný viðhorf við biblíuþýðingar
fram kemur í grein Svavars Sigmundssonar í þessu hefti Ritraðar, virðast
þýðendur Biblíunnar á íslensku ekki hafa notfært sér til hlítar orðaforða
íslenskunnar yfir líkamsorð.
Þótt öll grísk orð í Nýja testamentinu séu greind í orðabók þeirra
Louws og Nida em aðeins eitt til tvö dæmi tekin um hvert þeirra. Eins
og fram kemur af ýmsum þýðingardæmum hér að ofan gæti reynst erfitt
að greina merkingarþætti íslensku þýðingarinnar, þar eð víða virðist orð
þýtt með orði án þess að tillit sé tekið til merkingarsviðs þess. Þess vegna
er nauðsynlegt að vinna meira og minna með gríska textann til þess að
hægt sé að komast að merkingarþáttum viðkomandi orðs. í mörgum
tilfellum getur verið erfitt að ákveða í hvaða flokki orð eiga heima og
mörg túlkunarvandamál koma upp. Víða má sjá hvemig þeir Nida og
Louw benda á fleiri en einn möguleika við flokkun orða og sums staðar
orkar greining þeirra tvímælis. Við greiningu á orðaforða Nýja
testamentisins er nauðsynlegt að hafa aðgang að gríska98 orðaforðanum
frá fyrstu öldum tímatals okkar til samanburðar. Segja má að greiningin í
merkingarsvið geti gert okkur kleift að bera saman orðaforða 1. aldar
grísku, íslenskra fombókmennta og íslensks nútímamáls.
Rétt er að skoða dæmin nánar, t.d. Rm 6,6 þar sem orðabókin flokkar
gríska orðið sóma í 8. flokk 9. merkingarsviðs „Maður sem líkamleg
vera með náttúrulegar hvatir.” Islenska þýðingin hefur hér „líkami
syndarinnar” orðrétt úr grísku to sóma tes hamartías. Grunnmerkingar-
þáttur orðsins sóma er hér hlutaorð og grunnmerkingarþáttur orðsins
hamartía ákvæðisorð eða verknaðarorð. Maður sem er ekki eins og hann
á að vera, syndugur maður eða: maður sem nær ekki að breyta eftir eðli
sínu. I þýðingunni 1981 stendur: „Vér vitum, að vor gamli maður er með
honum krossfestur, til þess að líkami syndarinnar skuli að engu verða og
vér ekki framar þjóna syndinni.”
Kjamasetningar versins gætu verið: Við vitum eitthvað; hinn fyrri
lífsmáti okkar dó á krossi með Kristi; hinn rangi mannskilningur
(sjálfsmynd) okkar er búinn að vera; við breytum ekki lengur eins og
syndugir/skilningslausir menn. Athyglisvert er að sjá hvemig margar
nýrri þýðingar fara með þetta vers:
TEV: And we know that our old being has been put to death with
Christ on his cross, in order that the power of the sinful self might be
destroyed, so that we should no longer be the slaves of sin.
DGN: Wir wissen ganz sicher: Was wir frúher waren, ist mit Christus
am Kreuz gestorben. Unser von der Súnde beherrschtes Ich ist damit tot,
und wir mússen nicht langer Sklaven der Súnde sein.
REB:99 We know that our old humanity has been cmcified with Christ,
for the destruction of the sinful self, so that we may no longer be slaves
to sin,
98 I þessu sambandi má geta um grískt textasafn á geisladiskum sem Háskólabóka-
safnið hér hefur nýlega fengið. Þar er að finna alla gríska texta frá fyrstu tíð ffam á
11. öld.
99 The Revised English Bible with the Apocrypha. Oxford University Press 1989.
117