Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 206
Þórir Óskarsson
ekki kveðnir upp við þann mælikvarða, sem nú er lagður á orðfæri,
málbragð og málfar, heldur verður sá, er þetta kannar, að stíga niður til
Odds sjálfs og samtímismanna hans“.3
Á þennan hátt hefur í raun verið kippt grundvellinum undan
skoðanaskiptum um verk Odds, enda eru þau nánast engin ef undan er
skilin orðasenna Guðbrands Vigfússonar og Eiríks Magnússonar árið
1879. Þar fór Eiríkur ákaflega hörðum orðum um málfar Odds og
annarra siðbreytingarmanna og taldi það bera vott um „frábæran rugling,
bæði í einstökum orðum og í málsgreina skipan yfir höfuð“.4 Þessu til
staðfestingar birti hann langan lista „yfir helztu skrípi“ í Matteusar
guðspjalli Odds og bar þau saman við íslensku þýðinguna frá 1866.
Þau andstæðu viðhorf til þýðingar Odds sem hér hefur verið drepið á
sýna vel vandann sem við er að etja þegar reynt er að meta fyrri tíðar
verk. Við hvað eiga menn að miða dóm sinn? — Þá ritvenju sem afkasta-
og áhrifamiklir höfundar á borð við Odd sköpuðu sjálfir með skrifum
sínum eða gjörólíkar hugmyndir nútímamanna? Hætt er við að eitt og sér
veiti hvomgt viðhorfið viðhlítandi lausn. Þetta á ekki síst við þegar um er
að ræða texta eins og Nýja testamenti Odds þar sem saman koma
málsgreinar sem fáir hafa reynt að betrumbæta, ritaðar á einföldu en
kjamgóðu máli, og aðrar sem brjóta fullkomlega gegn þeim hugmyndum
eða venjum sem lengst af hafa ríkt um það hvemig vönduð og fögur
íslenska skuli vera.
Ljóst er að þær „sundurgreinilegu tungur“ sem tala til okkar í þýðingu
Odds eiga að nokkm leyti rætur sínar í þeim eðlislæga mun sem er á
málfari og stíl einstakra bóka Nýja testamentisins og seint verður
þurrkaður út með öllu. Hér er einkum vert að hafa í huga muninn á
guðspjöllunum annars vegar og bréfum postulanna hins vegar, eins og Jón
Helgason benti á í bók sinni um þýðingu Odds þar sem hann ræddi um
mat manna á þýðingunni:
Raunar má segja sem svo, að yfirleitt er þakklátt verk að snúa guðspjöllunum, þar sem
háleit sannindi birtast jafnan í búningi einfaldra orða, og að hætt er við, að ef ekkert
væri til af NT nema síðari helmingurinn, myndi dómar um þýðinguna hafa hljóðað
nokkuð á annan veg.5
En dómar manna um stíl Odds ráðast ekki eingöngu af því hvar borið er
niður í textanum. Fleiri þættir koma til. Það er til að mynda sýnt að
Oddur hefur yfirleitt hagnast á því að vera brautryðjandi íslenskra Nýja
testamentis þýðenda og í fararbroddi siðbreytingarmanna. Við þetta
bætist að margir hafa litið svo á að með þýðingu sinni á Nýja testa-
mentinu hafi hann öðrum fremur spomað gegn því að íslenskt mál lyti í
lægra haldi fyrir danskri tungu og yrði ofurselt sömu forlögum og mál
Norðmanna sem urðu að sætta sig við danskar guðsorðabækur allt fram á
3 Páll Eggert Ólason 1922, s. 545.
4 Eiríkur Magnússon 1879, s. 5.
5 Jón Helgason 1929, s. 201.
204