Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 157
Drottinleg bæn á móðurmáli
ME1555a:
Drottinleg bæn í fyrirsögn um guðspjalllegt messuembætti í handbók
Marteins biskups Einarssonar 1555:46
FAder vor sem ert a himnum. helgizt þitt nafn. til komi þitt rike. þinn vilie verdi suo
a iordu sem a himne. Gef oss i dag vort dagligt braud/ ok fyrer gef þu oss vorar
skullder sem vær fyrergefum vorum skulldunautum/ ok innleid oss ecki i freistne
helldur frelsa þu oss af illu amen.
ME1555b:
Drottinleg bæn í fyrirsögn um messuembætti við heilaga kvöldmáltíð í
handbók Marteins Einarssonar 1555:47
Fader vor þu sem ert a himnum/ helgist þitt nafn. Til kome þitt riki/ þinn vilie verdi
suo a Jordu sem a himne/ vort dagligt braud gef þu oss i dag1 ok fyrer gef oss
skullder vorar sem vier fyrer gefum skulldunautum vorum/ ok eigi leid þu oss i
freistne helldur ffelsa þu oss af illu/ Amen.
ÓH1562:
Drottinleg bæn í Guðspjallabók Ólafs biskups Hjaltasonar, sem var
prentuð 1562.48 Af útgáfunni er aðeins til eitt óheilt eintak í
Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn, og það hefur verið ljósprentað.49
Hins vegar verður texti bókarinnar fylltur eftir uppskrift á skinni frá
ofanverðri 16. öld, Perg. 4to nr. 13 í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi.50
Meðal þess sem glatað er úr prentuðu bókinni er sá hluti sem nær frá
boðunardegi Maríu og fram á annan dag páska, þ.e. milli E4 og G2, en í
þeim parti ritsins er texti faðirvors í fyrirmælum um altarissakramenti
á skírdag (Perg. 4to nr. 13, bl. 27v-28r):
FADer vor þu sem ertt æ himnuw. helgizt þitt nafnn. til kome þitt Riki. verdi þinw
vilie so aa Jordu sem a himne. Gef oss j dag vortt dagligt braud. og fyrer gef oss
uorar skullder suo sem vier fyrer gefum uorum skulldu nautuwi. Og eigi leid þu oss j
freistne. helldr frelsa oss fra Jllu Amen
46 Ein Kristilig handbog/ Jslenskud af Herra Marteine Einar syne/fyrer kennimenn i
Jslandi/ ok korrigerud afDoctor Petre Palladius... (Kh. 1555), B 4v-5v.
47 Sama rit, C 4r-5r.
48 ÞETTA ER EJN BOK MED CO[LLE]ctum/ Pistlum/ oc Gudzpiollumt j
modurmali/ j kringum arid a Sunno daga/ og allar Haatider/ epter K.M. Ordinantio
j Hola Domkirkiu og biskupsdœmi j Jslande lesit og sungit/ Vpp[biriadj j Jesu
Christi nafnne afmier o verdugum þr[œli D]rotti[ns Oljafi Hiallta syni Anno M D
L ij ...
49 Guðspjallabók 1562, útg. Halldór Hermannsson (Monumenta Typographica
Islandica II, Kh. 1933).
50 Magnús Már Lárusson, 'Pétur Palladíus, rit hans og íslendingaf, Landsbókasafn
íslands. Árbók 1950-51 (Rv. 1952), 197 og 200; Magnús MárLárusson, 'Þróun
íslenzkrar kirkjutónlistar' og 'Herra Ólafur Hjaltason á Hólum', Kirkjuritið 20
(1954), 75-76 og 177. (Endurpr.: Magnús Már Lárusson, Fróðleiksþœttir og
sögubrot (Rv. 1967), 19, 22, 88 og 37).