Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 83
Þýðingarstarf Haralds Níelssonar
mikilvægustu í trúfræðikenningu kirkjunnar. Þeir ritningastaðir, sem hér
um ræðir voru vitaskuld báðir mjög þýðingarmiklir frá því sjónarmiði.
Jahve eða Drottinn?
Eins og fram hefur komið hér að framan var notkun Jahve-nafnsins
meðal þess sem biblíuútgáfan 1908 sætti gagnrýni fyrir. í Nýju
kirkjublaði 1909 birtist stutt frétt um „Jahve-nafnið í ritningunni.“ Þar
sagði: „Einhverjir óvandaðir menn hafa verið að bera róg og lygar í
Biblíufélagið brezka út af ísienzku þýðingunni, en eins og vænta mátti
hefir hið virðulega félag ekki haft slíkt að neinu. Það er broslegt hvaða
gustur hefir verið gerður út af Jahve-nafninu í þýðingunni.“98 Sama rit
birti skömmu síðar „brot úr bréfi frá presti sunnanlands“ sem segist hafa
séð nýju Biblíuna og litist ágætlega á allt í henni nema að Jahve sé víða
kominn fyrir „Drottinn“. Bætir hann því við að seint muni íslendingum
lærast að biðja og lofa Jahve og að það væri þunn kveðja að segja „Jahve
blessi þig!“99
Haraldur varði notkunina á Jahve nafninu og benti m.a. á að breska
biblíufélagið hefði í útgáfureglum sínum kveðið á um að mönnum væri
það algerlega í sjálfs vald sett hér á landi, eins og annars staðar, hvort
þeir vildu heldur halda Jahve-nafninu óbreyttu úr hebreskunni, eða hafa
Jehóva-myndina eða setja Drottinn í staðinn.100
Haraldur leggur lika áherslu á þá staðreynd, að Jahve er eiginnafn eða
sémafn, en ekki samnafn og bætir svo við: „Fyrir því á alls ekki að þýða
það, heldur láta það haldast óbreytt. Það er ekki meiri ástæða til að þýða
það heldur en Abraham eða ísak eða Jakob eða Davíð.“101 Hann segir
ennfremur: „Að þýða gamla testamentið úr fmmmálinu og setja drottinn
alstaðar í stað Jahve, væri í raun og vem að falsa textann“ og bætir því
við að notkun Jahve-nafnsins geti orðið til þess að minna okkur á, „hver
munur er á guðshugmyndinni í gamla og nýja testamentinu.“102 Ekki er
ótrúlegt að þar sé komið atriðið sem hafi skipt einna mestu máli í augum
nýguðfræðinganna, sem lögðu mikla áherslu á að þróun trúarhugmynd-
anna í Biblíunni og yfirleitt var Gamla testamentið frekar lágt skrifað í
meðförum þeirra.
Eins og áður var getið var Jahve-nafnið fellt niður og Drottinn tekinn á
nýjan leik inn í Gamla testamentið í vasa-útgáfunni 1914, og það er
athyglisvert að löngu síðar (1925) er Haraldur skrifar um íslenskar
biblíuþýðingar í afmælisrit Frants Buhl, þá er nánast eins og merkja megi
einhver iðmnarmerki hjá honum yfir notkun Jahve-nafnsins, eða a.m.k.
98 Nýtt kirkjublað 1909, s. 119-120.
99 Nýtt kirkjublað 1909, s. 135.
íoo Haraldur Níelsson, Nýtt kirkjublað 1910, s. 78.
101 Haraldur Níelsson, Nýtt kirkjublað 1910, s. 75.
102 Haraldur Níelsson, Nýtt kirkjublað 1910, s. 78.
81