Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 151
Drottinleg bæn á móðurmáli
leyti — og þ.á m. þessi texti — af Jóni Þorvaldssyni, sem varð ábóti á
Þingeyrum árið 1500.22 626 er skrifað á seinni hluta 15. aldar. í þessum
skýringum er hverri bæn skipað gegn einni höfuðsynd, 1. bæn móti
ofmetnaði, 2. bæn móti öfund, 3. bæn móti reiði, 4. bæn móti hryggð
eða leti góðra verka, 5. bæn móti ágimd, 6. bæn móti ofneyslu fæðslu
og drykkjar og 7. bæn móti lostasemi. Ávarpið og hver bæn er tilgreint
bæði á latínu og íslensku. Textinn er fyrirsagnarlaus í báðum
handritunum, en í honum er Pater noster kallað 'drottinleg bæn'. Enda
þótt handritin bæði séu ung, bendir ekkert í orðfæri til þess að textinn
sé frá 15. öld; hann gæti verið frá fyrri hluta 14. aldar.
Næst verða nefndir þeir textar sem Kirby hefur notað í riti sínu, en hafa
einungis að geyma einstakar bænir.
ísHómD:
Föstuinngangsprédikun í íslensku hómilíubókinni, bl. 50v-54r.23 Hér
em fyrstu orðin í 3. bæn tekin upp á norrænu og einnig 5. bæn öll.
ísHómE:
Prédikun á boðunardegi Maríu í íslensku hómilíubókinni, bl. 61v-62v.24
Hér er 5. bæn tekin upp á latínu og síðan norræn þýðing hennar með
þessum formálsorðum: 'Það er sem svo sé að skilja og ljóst mælt og
miskunnsamlega fært í óra lýðsku'.25
NHómB:
Prédikun á vígsludegi kirkju í norsku hómilíubókinni, s. 98-100.26 Inni
í prédikuninni vantar eitt blað í handritið, en í seinni hlutanum er
norræn þýðing 5. bænar.
Tóm:
Fyrsti kafli Tómas sögu postula í Skarðsbók postulasagna, SÁM 1, bl.
82ra.27 Handritið mun vera skrifað upp úr miðri 14. öld. í tilsvari em
22 Mattias Tveitane, En norr0n versjon av Visio Pauli (Árbok for Universitetet i
Bergen. Humanistisk Serie. 1964 No 3, Ósló 1965), 6-7.
23 Homiliu-Bók, útg. Wisén (1872), 111-21. — Sjá Kirby, Biblical Quotation II
(1980), 57.
74 Homiliu-Bók, útg. Wisén (1872), 134-37. — Sjá Kirby, Biblical Quotation II
(1980), 58.
25 I fomu máli er so. fœra (lat. transferre, e. translate) notað í merkingunni 'þýða',
sbr. t.d. orðalag íslenskra annála: Fœrði Origenes (Simachus) biblíu úr hebresku (
grísku og hann (Jeronimus) fcerði alla biblíu úr hebresku (latínu, en margir hafa
fœrt biblíu úr grísku (latínu (Islandske Annaler indtil 1578, útg. Gustav Storm
(Kritjaníu 1888), 3, 6, 85, 89, 160 og 164).
26 Gamal norsk homiliebok, útg. Indrebó (1931), 100-01. — Sjá Gammelnorsk
homiliebok, þýð. Salvesen, skýr. Gunnes (1971), 177; Kirby, Biblical Quotation
II (1980), 66.
27 Codex Scardensis, útg. D. Slay (Early Icelandic Manuscripts in Facsimile 2, Kh.
1960). — Sögur úr Skarðsbók, útg. Ólafur Halldórsson (Rv. 1967), 151 og áfr.
149