Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 128
Jónas Gíslason
Auðséð er, að slík ferðalög eru aðeins á færi hraustustu manna.
Henderson er ákveðinn og einbeittur og lætur ekkert aftra sér frá því að
inna af hendi þá þjónustu, sem hann hafði tekið að sér að veita íslenzkri
þjóð. Ekkert getur stöðvað hann í útbreiðslustarfinu.
„Prentsmiðjuhúsið er búið að gera að fjósi”
Henderson lýsir komu sinni að Hólum, þar sem Guðbrandur biskup hafði
látið prenta Biblíuna. Það leynir sér ekki í frásögninni af komu hans
þangað, að Hólar hafa sterk áhrif á hann, enda enginn annar staður jafn
nátengdur útgáfu Biblíunnar.
Reið jeg nú á undan, einsamall, og á leiðinni dáðist jeg að því hve... útsýnin (var)
fögur... Fékk jeg... hinar alúðlegustu viðtökur hjá Gísla Jónssyni, sem áður var
konrektor við Hólaskóla. Hann fór þegar með mig inn í híbýli þau, er biskup hafði
áður búið í, og sagði, að þar yrði bústaður minn, meðan jeg væri á Hólum.
Eftir að við höfðum um hríð talað um tilgang ferðar minnar..., fór jeg... að skoða
kirkjuna. ...hún...er ennþá ósambærilega bezta kirkja á Islandi... og naumast nokkur
hrömunarmerki á henni að sjá.19
Er hann stendur frammi fyrir steininum yfir gröf Guðbrands biskups
Þorlákssonar, fyllist hann lotningu:
Jeg stóð um stund í þögulum hugleiðingum... hve óþreytandi hafði verið áhugi þessa
ágæta kirkjuhöfðingja að búa heilaga Ritningu í hendur landsmönnum sínum. Hvað
honum mundi hafa þótt vænt um heimsókn mína, ef hann hefði verið á meðal
lifenda.20
Hann biður Gísla að sýna sér staðinn, þar sem prentverkið hafði staðið, en
hann fómar höndum og svarar:
Því er miður, að við höfum líka verið sviptir prentverkinu, og prentsmiðjuhúsið er
búið að gera að fjósi.21
Henderson tekur sér afar nærri niðurlægingu hins foma frægðarseturs.
...hinir víðfrægu og eitt sinn virðulegu Hólar em nú teknir að fá á sig svip eyðiþorps.
Efdr dalnum lágu áður yfir fimmtíu reiðgötur, troðnar af fótum hesta þeirra manna, er
þangað áttu erindi, en nú er hann að fá á sig sinn upprunalega svip sveitalegs
fámennis. Á þann stað, er áður sótti fjölmenni, kemur nú máske einn
utanhéraðsmaður liðlangt sumarið.22
Fyrstu þrjár útgáfur Biblíunnar voru prentaðar á Hólum. Nú er ástandið
þannig í Hjaltadal, að þar er
19 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 67.
20 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 68.
21 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 69.
22 Ebenezer Henderson, iv. rit, s. 70.
126