Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 11

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 11
að tæpa á þeim öllum, enda efnið alltof umfangsmikið, eins og þær fjöl- mörgu bækur sem skrifaðar hafa verið um myndina eru til vitnis um.4 Hér verður látið nægja að fjalla um túlkun Gibsons á þjáningu og krossdauða Krists og þær heimildir sem hann styðst við í þeirri túlkun. í umræðunni um mynd Gibsons hefur oft verið bent á að hún sýni písl- arsögu Krists einfaldlega „eins og hún var“ og því sé sú gagnrýni sem mynd- in hefur fengið fyrir takmarkalaust ofbeldi og and-semískan áróður ekki réttmæt. Sjálfur brást Gibson illa við allri gagnrýni, en hann virðist hafa gengið út frá því að myndin væri hafin yfir slíkt vegna þess að hún sýndi aðeins það sem „frumheimildirnar" vitna um. Tilraun Gibsons til þess að flokka myndina sem „trúarlega heimildarmynd" er í besta falli tímaskekkja eða misheppnuð tilraun til þess að hverfa aftur fyrir tíma sögurýninnar. Það er ljóst að engin lýsing á píslargöngu Krists, hvort sem um er að ræða guðspjallafrásögur Nýja testamentisins, Passíusálma Hallgríms eða písl- armynd Gibsons, hefur orðið til í sögu- eða trúarlegu tómarúmi. Hið sama er að segja um guðfræðilegar kennisetningar sem frá upphafi hafa verið settar fram um pínu og dauða Krists á krossinum. Hvað er sagt og hvernig það er sagt er alltaf að einhverju leyti háð því hver segir söguna. í kristinni trúarhefð er að finna mýmörg dæmi um fjölbreytilega túlk- un á píslum Krists og eru fjórar útgáfur guðspjalla Nýja testamentisins á píslarsögunni að sjálfsögðu nærtækasta dæmið. Vitneskjan um sögulega skilyrðingu frásögunnar gerir ljósa nauðsyn þess að sérhver túlkun písl- arsögunnar sé skoðuð út frá því sögulega og trúarlega samhengi sem hún verður til í. Hvað sem annars má segja um fullyrðingar Gibsons um trú- festi við bókstafinn og innblástur andans, þá fer ekki á milli mála að mynd hans er túlkun á píslargöngu Krists og því ber að sjálfsögðu að skoða hana sem slíka. Sú mikla áhersla sem Gibson leggur á ofbeldið og þjáninguna, 4 Aftast í heimildaskrá er listi yfir greinasöfn sem fjalla um mynd Gibsons. 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.