Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 13
Gibsons kæmu heim og saman í mynd sem fjallaði um píslargöngu Jesú
Krists.7
Gibson lét snemma í ljósi þá skoðun sína að hann hyggðist ekki draga
neitt undan í lýsingum á hrottalegum pyntingum og kvalafullum dauða
Krists. Sú ákvörðun hans að nota ekki enskt talmál heldur arameísku og
latínu8, til að árétta trúfesti við textann, vakti líka athygli og þótti mörgum
sem myndi draga úr áhuga almennings á myndinni, sérstaklega upphafleg
hugmynd hans um að sýna myndina ótextaða. Hugmyndin um píslarmynd
fékk yfirleitt dræmar undirtektir hjá ráðandi aðilum í Hollywood, en þar
fann Gibson hvorki fjármagn né framleiðendur fyrir mynd sína. Margir
stuðningsmenn hans vildu kenna miklum áhrifum Gyðinga innan kvik-
myndaiðnaðarins um dræm viðbrögð í Hollywood.9 Því varð niðurstað-
an sú að Gibson ákvað að nota eigið fjármagn og standa alfarið sjálfur að
framleiðslu myndarinnar.
Það reyndist ástæðulaust fyrir Gibson að óttast fjárhagslegt tap vegna
myndarinnar, en strax á fyrsta sýningarmánuði halaði hún inn rúmlega
þrjú hundruð milljónir dollara, sem kom henni í fýrsta sæti yfir myndir
sem bannaðar eru innan 17 ára (R-restricted) og á lista yfir tíu söluhæstu
kvikmyndir í Bandaríkjunum frá upphafi.10 Vestanhafs vakti mynd Gib-
sons mikla athygli hjá kristnum söfnuðum, sem gjarnan skipulögðu hóp-
ferðir safnaðarmeðlima á sýningar. í þeim hópum voru oftar en ekki börn
og unglingar, þrátt fyrir 17 ára aldurstakmarkið.* 11 Gibson kynnti sjálfur
myndina sem trúarlegan vitnisburð sinn, en áður en að frumsýningu kom
ferðaðist hann um og sýndi hópum útvalinna trúarleiðtoga (gjarnan úr
7 í gagnrýni sem sett hefur verið fram á mynd Gibsons, er m.a. bent á að hvaða leyti píslarmynd Gibsons dregur
dám af þeim „action-myndum” sem hann hefur leikið í eða leikstýrt (Fredriksen 2004, s. 34).
8 Margir fræðimenn telja líklegra að Pílatus og Jesús hafi talað saman á grísku en latínu, hafi þeir á annað borð
getað talað saman án túlks. Sjá: Witherington III 2004, s. 82 og Ad Hoc Scholars Report 2004, s. 231.
9 Sjá m.a.: Support Mel Gibsoti.
10 Caldwell 2004, s.213.
11 Dæmi um skiptar skoðanir fólks á 17 ára aldurstakmarki myndarinnar má m.a. sjá á: USA ToDay 2006.
11