Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 14
guðfræðilega íhaldssömum söfnuðum) valda kafla úr myndinni og vitnaði
um trú sína að sýningu lokinni. Þetta virðist hafa haft mest að segja varð-
andi viðtökur á meðal svokallaðra evangelista (e. evangelicals), en áköf-
ustu aðdáendur myndarinnar komu einmitt úr hópi þeirra.12 Forsýning-
arnar voru liður í víðtækri markaðssetningu, þar sem heimasíður og sala
minjagripa gegndu veigamiklu hlutverki. Meðal þess sem auglýst var til
sölu á þar til gerðum heimasíðum voru hálsmen með nöglum og þyrnikór-
ónum.13 Stuðningur þekktra trúarleiðtoga varð myndinni til framdráttar,
en þeirra á meðal var Billy Graham sem kvaðst hafa grátið þegar hann sá
myndina.14 Þrátt fyrir neikvæð viðhorf til sitjandi páfa lagði Gibson mikið
upp úr því að Vatíkanið legði blessun sína yfir myndina, en haft var eftir
Jóhannesi Páli II. páfa að myndin sýndi einfaldlega píslargöngu Krists „eins
og hún var“. Vatíkanið bar síðar þessi ummæli til baka.15
Píslarleikir
Hér að framan var minnst á langa hefð fyrir leikrænni tjáningu á frásög-
um guðspjallanna af pínu og dauða Krists. Píslarleikir gegndu um aldir
mikilvægu hlutverki í trúarlífi almennings í Evrópu og breiddust með tím-
anum út um hinn kristna heim. Elsta Jesú-myndin, sem er frá lokum nítj-
ándu aldar, var einmitt tileinkuð þekktasta píslarleik Evrópu, píslarleiknum
í Oberammergau í Suður-Þýskalandi, en hann er ennþá settur á svið þar á
tíu ára fresti.16 Fræðafólk hefur fært rök fyrir því að allt frá fyrstu öld hafi
píslarsögurnar verið sviðsettar og taki uppbygging frásagnanna mið af því.
12 Caldwell 2004, s. 223.
13 Nefna má heimasíðurnar: New Market Films 2004\ Support Mel Gibson 2004; See the Passion 2003; Seeq 2006 og
thepassionoutreach 2003, en tveimur síðastnefndu var fyrst og fremst ætlað að sinna markaðssetningu á meðal
evangelista. Um markaðssetningu myndarinnar er Qallað í grein Caldwell: „Selling the Passion" 2004.
14 Haft er eftir Billy Graham að mynd Gibsons sé „a lifetime of sermons in one movie“ (Sbr. Meacham 2004, s. 46).
15 Meacham 2004, s. 46.
16 The Passion Play of Oberammergau (1898) er kvikmyndun á sviðsetningu píslarleiksins í Grand Central Pal-
ace í New York, en aðstandendur myndarinnar reyndu að koma í veg fyrir að það spyrðist út að hún væri ekki
12