Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 15
Bent hefur verið á að um margt líkist guðspjallatextarnir handriti, þar sem
ekki sé aðeins að finna samtöl, heldur líka lýsingu á sviðsetningu.17Innihald
píslarleikjanna var nokkuð breytilegt og oft var talsvert um efni sem ekki
átti rætur að rekja til guðspjalla Nýja testamentisins.
Neikvæð mynd af Gyðingum virðist lengi hafa fylgt píslarleikjunum í
Evrópu. í píslarleikjunum mátti frá upphafi sjá áhrif frá ríkjandi viðhorfum
til Gyðinga, en á há-miðöldum var algengt að kristnir teldu þá erkióvini
sína.18 Gyðingar voru þá iðulega útmálaðir sem vont fólk sem bar ábyrgð á
dauða Krists. í þessu samhengi var Pílatus fyrst og fremst verkfæri í hönd-
um Gyðinga, sem neyddist til þess að fara að vilja múgsins af ótta við að ella
kynni uppreisn að brjótast út.19 Þess eru jafnvel dæmi frá síð-miðöldum
og öldunum þar á eftir að kristið fólk hafi gert atlögu að hverfum Gyðinga
eftir sýningar á píslarleikjum, með gripdeildum, íkveikjum, fjöldamorð-
um og brottrekstri.20 Til eru heimildir frá Þýskalandi millistríðsáranna
sem greina frá velþóknun Hitlers og Goebbels, áróðursmeistara nasista, á
þeirri neikvæðu mynd sem dregin var upp af Gyðingum í píslarleiknum
í Oberammergau. Að þeirra mati gegndi þessi ákveðni píslarleikur mik-
ilvægu hlutverki í því að viðhalda hugmyndum Þjóðverja um Gyðinga og
yfirburði hvíta kynstofnins, en Pílatus og hans menn voru gjarnan álitnir
fulltrúar hvíta kynstofnsins í píslarleiknum. Slík túlkun byggði að sjálfsögðu
á skýrri aðgreiningu milli hinna góðu og hinna illu, þar sem Gyðingar voru
í hlutverki andstæðinga Krists og voru ábyrgir fyrir dauða hans. Til þess
að styðja þá túlkun var gjarnan gert lítið úr gyðinglegum uppruna Krists
tekin upp í Oberammergau (Reinhartz 2004a, s. 165). Sjá nánar um myndina hjá Kinnard og Davis 1992, s.
20. Umfjöllun um aðrar kvikmyndir sem fjalla um píslarsögu Krists er m.a. að finna í grein Reinhartz: „Jesus
of Hollywood“ 2004a.
17 Reinhartz 2004b, s. 1.
18 Fræg að endemum eru rit Lúthers um Gyðinga, sérstaklega yngri rit hans, eins og On the Jews and Their Lies
frá 1543 (Marteinn Lúther 1971, s. 137-306). Af íslenskum dæmum má nefna Krossvísur í Vísnabók Guð-
brands (s. 295-296) og 28. passíusálm sr. Hallgríms Péturssonar.
19 Fredriksen 2004, s. 45.
20 Perry og Schweitzer 2004, s. 6.
13