Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 16

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 16
sjálfs og íylgjenda hans. Eftir síðari heimsstyrjöldina hefur handritið að píslarleiknum í Oberammergau ítrekað verið tekið til endurskoðunar með tilliti til þeirrar myndar sem þar er dregin upp af Gyðingum og hlutverki þeirra, síðast fyrir aldamótauppfærsluna árið 2000.21 I kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar hefur komið fram á meðal margra kirkjudeilda vaxandi áhersla á varkárni við túlkun á hlutverki Gyðinga í píslarsögunni. í því sambandi má nefna ályktun síðara Vatíkanþingsins um málefni Gyðinga, eins og hún er sett fram í skjalinu Nostra Aetate, þar sem tekið er á sambandi kirkjunnar og annarra trúarbragða. Þar kemur fram að þó að leiðtogar Gyðinga hafi á sínum tíma þrýst á um aftöku Krists, þá megi ekki skilja það svo að öll gyðingaþjóðin á tímum Krists, svo og allir núlifandi Gyðingar, séu sek um dauða hans.22 í framhaldi af þessari sam- þykkt gaf nefnd bandarískra biskupa, sem fer með samkirkjuleg málefni og mál er varða samskipti við önnur trúarbrögð, út sérstakar leiðbeiningar árið 1988 um sviðsetningu píslarsögunnar.23 í þessum leiðbeiningum kem- ur fram að varast skuli að sýna Gyðinga sem fégjarna, blóðþyrsta og svarna óvini Krists, þar sem slíkt gefi í skyn „kollektíva“ sekt Gyðinga. Ekki megi gleyma að Kristur var handtekinn að næturlagi, einmitt til þess að koma í veg fyrir að sá stóri hópur Gyðinga sem hafði hyllt hann við komuna til Jerúsalem á Pálmasunnudag, gæti snúist honum til varnar. Einnig þurfi að skoða túlkun guðspjallanna á hlutverki Pílatusar í ljósi samtímaheimilda, sem árétta grimmilega frammistöðu hans á valdastóli, er hann var lands- höfðingi Rómverja í Júdeu og Samaríu á fyrri hluta 1. aldar e.Kr. Varðandi 21 Mork 2004, s. 5-6; Crossan 2004b, s. 8-10. Á heimasíðu Anti-Defamation League, 2001a, segir frá píslarleikn- um í Oberammergau og þeim breytingum sem gerðar voru íyrir uppfærsluna árið 2000. Þar segir m.a. að þrátt fyrir ýmsar breytingar sem gerðar hafi verið í þeim tilgangi að draga úr and-gyðinglegum boðskap leiksins, þá sé ennþá ýmislegt að athuga við túlkun á ábyrgð á dauða Krists, sem sé talin vera samfélagsins en ekki fyrst og fremst Pílatusar og rómverskra yfirvalda. 22 Nostra Aetate 1965 (vefútgáfa). 23 Criteria for the Evaluation of Dramatizations of the Passion 1988. Þá kallaði Jóhannes Páll II. páfí saman ráðstefnu rómversk-kaþólskra nýjatestamentisfræðinga árið 1997, til þess að fjalla um and-semísk viðhorf í kristnum samfélögum (sjá: Anti-Defamation League 2001b). 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.