Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 16
sjálfs og íylgjenda hans. Eftir síðari heimsstyrjöldina hefur handritið að
píslarleiknum í Oberammergau ítrekað verið tekið til endurskoðunar með
tilliti til þeirrar myndar sem þar er dregin upp af Gyðingum og hlutverki
þeirra, síðast fyrir aldamótauppfærsluna árið 2000.21
I kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar hefur komið fram á meðal margra
kirkjudeilda vaxandi áhersla á varkárni við túlkun á hlutverki Gyðinga í
píslarsögunni. í því sambandi má nefna ályktun síðara Vatíkanþingsins um
málefni Gyðinga, eins og hún er sett fram í skjalinu Nostra Aetate, þar sem
tekið er á sambandi kirkjunnar og annarra trúarbragða. Þar kemur fram
að þó að leiðtogar Gyðinga hafi á sínum tíma þrýst á um aftöku Krists, þá
megi ekki skilja það svo að öll gyðingaþjóðin á tímum Krists, svo og allir
núlifandi Gyðingar, séu sek um dauða hans.22 í framhaldi af þessari sam-
þykkt gaf nefnd bandarískra biskupa, sem fer með samkirkjuleg málefni
og mál er varða samskipti við önnur trúarbrögð, út sérstakar leiðbeiningar
árið 1988 um sviðsetningu píslarsögunnar.23 í þessum leiðbeiningum kem-
ur fram að varast skuli að sýna Gyðinga sem fégjarna, blóðþyrsta og svarna
óvini Krists, þar sem slíkt gefi í skyn „kollektíva“ sekt Gyðinga. Ekki megi
gleyma að Kristur var handtekinn að næturlagi, einmitt til þess að koma
í veg fyrir að sá stóri hópur Gyðinga sem hafði hyllt hann við komuna til
Jerúsalem á Pálmasunnudag, gæti snúist honum til varnar. Einnig þurfi að
skoða túlkun guðspjallanna á hlutverki Pílatusar í ljósi samtímaheimilda,
sem árétta grimmilega frammistöðu hans á valdastóli, er hann var lands-
höfðingi Rómverja í Júdeu og Samaríu á fyrri hluta 1. aldar e.Kr. Varðandi
21 Mork 2004, s. 5-6; Crossan 2004b, s. 8-10. Á heimasíðu Anti-Defamation League, 2001a, segir frá píslarleikn-
um í Oberammergau og þeim breytingum sem gerðar voru íyrir uppfærsluna árið 2000. Þar segir m.a. að
þrátt fyrir ýmsar breytingar sem gerðar hafi verið í þeim tilgangi að draga úr and-gyðinglegum boðskap
leiksins, þá sé ennþá ýmislegt að athuga við túlkun á ábyrgð á dauða Krists, sem sé talin vera samfélagsins en
ekki fyrst og fremst Pílatusar og rómverskra yfirvalda.
22 Nostra Aetate 1965 (vefútgáfa).
23 Criteria for the Evaluation of Dramatizations of the Passion 1988. Þá kallaði Jóhannes Páll II. páfí saman
ráðstefnu rómversk-kaþólskra nýjatestamentisfræðinga árið 1997, til þess að fjalla um and-semísk viðhorf í
kristnum samfélögum (sjá: Anti-Defamation League 2001b).
14