Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 17
vitnisburð guðspjallanna benda biskuparnir á að hafa beri í huga að þau séu
ekki sögulegir heldur guðfræðilegir textar, sem túlka þurfi út frá niðurstöð-
um nútímalegra biblíufræða. Því sé aldrei hægt að bregðast við gagnrýni á
útleggingu með því einfaldlega að segja að svona sé þetta í guðspjöllunum.
Alltaf sé um val að ræða og slíkt val þurfi að vanda vel og rökstyðja, ef um
það er beðið.24
í píslarleikjahefðinni fundu leikstjórar og framleiðendur kvikmynda
um píslarsögu Krists fyrirmyndir að verkum sínum. Þetta kemur berlega í
ljós bæði hvað varðar viðfangsefni og titil myndar Gibsons, sem hefur mjög
ákveðna skírskotun til elstu Jesú-myndanna.25 í maímánuði 2003, tæpu ári
fyrir frumsýningu píslarmyndarinnar, fékk Mel Gibson í hendur skýrslu
með athugasemdum við handritið að mynd sinni. Höfundar voru guð-
fræðingar úr hópi Gyðinga og rómversk-kaþólskra.26 í bréfi til Gibsons sem
fylgdi þessari skýrslu, mæltu höfundarnir með því að handritið yrði tekið til
róttækrar endurskoðunar til þess að koma mætti í veg fyrir að myndin end-
urtæki mistök eldri píslarleikja, með því að sýna Gyðinga sem hömlulausa
og blóðþyrsta einstaklinga, hóp fólks sem svífst einskis til þess að tryggja
það að Kristur sé tekinn af lífi.27 Sérfræðingarnir bentu í skýrslu sinni á
dæmi um sögulegar mistúlkanir sem og frávik frá viðteknum grundvall-
aratriðum biblíulegrar túlkunar. Gibson, sem hafði vitneskju um skýrsluna
á vinnslustigi og hafði lýst ánægju sinni með hana, brást reiður við nið-
urstöðum hennar og taldi sérfræðingana draga í efa rétt sinn til þess að
túlka guðspjöllin „vegna skorts á æðri menntun“.28
Samkvæmt Amy-Jill Levine, sem er prófessor í nýjatestamentisfræðum
24 Lesa má efni tengt þessari umræðu á heimasíðu miðstöðvar gyðing-kristinnar fræðslu í Boston College. Sjá:
Boston College 2006 (vefútgáfa).
25 Tatum 2004, s. 141.
26 Ad Hoc Scholars Report 2004, s. 227-228.
27 Ad Hoc Scholars Report 2004, s. 226 og 242-243.
28 Levine 2004, s. 138. Gibson er sagður hafa hótað málsókn gegn sérfræðingunum þegar hann fékk skýrsluna í
hendur (Caldwell 2004, s. 211).
15