Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 23
hið hömlulausa ofbeldi og áherslan á blóðið, fyrir utan þá neikvæðu mynd
sem hann dregur upp af Gyðingum. Hér á eftir verður meðferð Gibsons á
píslarsögum guðspjallanna skoðuð nánar, annars vegar í ljósi staðhæfinga
hans um trúfesti við bókstafinn, og hins vegar í ljósi fullyrðinga margra
gagnrýnenda þess efnis að Gibson styðjist fyrst og fremst við heimildir
utan Nýja testamentisins, en noti efni úr guðspjöllunum eins og hvert ann-
að uppfýlliefni.45
Gibson og guðspjöllin
Þegar píslarsaga Krists er færð í leikrænan búning er oftast notaður efni-
viður úr guðspjöllunum fjórum til að búa til eina samfellda sögu. Önnur
fær leið er að styðjast við frásögu eins guðspjalls, eins og ítalski leikstjórinn
Pier Paolo Pasolini gerði í II Vangelo secondo Matteo frá 1966.46 Þó að flestir
höfundar Jesú-mynda hafi fram að þessu valið fýrri leiðina, þá er einu guð-
spjalli iðulega gert hærra undir höfði en öðrum, eins og til dæmis í mynd
George Stevens, The Greatest Story Ever Told frá 1965.1 þeirri mynd er saga
Krists séð með gleraugum Jóhannesar guðspjallamanns, eins og áréttað er
strax í byrjun, með því að láta rödd „að ofan“ flytja upphafsorð guðspjalls-
ins: „í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð“ (1.1).
Þar með er gefinn ákveðinn túlkunarlykill að framsetningu myndarinnar,
sem leggur höfuðáherslu á guðdóm Krists, oft á kostnað mennsku hans.
Það er einmitt ýmislegt sem bendir til þess að sama máli gegni um písl-
armynd Gibsons, sem líkt og höfundur Jóhannesarguðspjalls gerir mikið
úr guðdómi Krists, en að sama skapi á mennska hans lítið skylt við það sem
45 Fredriksen 2004, s. 32; Webb 2004, s. 160. Um efnistök hjá Gibson segir hinn þekkti nýjatestamentisfræð-
ingur John Dominic Crossan m.a.:.....In this film, about 5 percent comes from the Gospels - that is, the
general outline and sequence of events; about 80 percent comes from Emmerich ... and about 15 percent
from Gibson - that is, everything that escaletes the violence about that already prevalent in Emmerich ...“
2004b, s. 12.
46 Annað dæmi er The Gospel According to John frá 2003 í leikstjórn Philips Saville.
21