Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 24
kallast gæti „normalt“. Engu að síður velur Gibson, að því er virðist mjög
handahófskennt, efni úr öllum guðspjöllunum og hefur verið gagnrýnd-
ur fyrir að gefa ekki gaum að sérkennum hvers guðspjalls og ritunarsögu
þess.47
Sá Kristur sem kynntur er til leiks sem Orð Guðs í upphafi Jóhann-
esarguðspjalls er í sama guðspjalli ekki í neinum vafa um það sem framund-
an er. I upphafi 18. kafla segir meðal annars: „Jesús vissi allt, sem yfir hann
mundi koma,...“ (8.4). í mynd Gibsons er Kristur, þrátt fyrir augljósa sál-
arkreppu í Getsemane í opnunaratriði myndarinnar, heldur ekki í neinum
vafa um það sem bíður hans. Og Gibson, líkt og höfundur Jóhannesarguð-
spjalls, gefur skýr skilaboð um að Kristur hafi sjálfur valið þessa leið, að
sjálfsögðu í samhljóman við vilja föðurins. Hjá Jóhannesi guðspjallamanni
segir Kristur til dæmis við Pétur í Getsemane, eftir að Pétur hefur sniðið
hægra eyrað af þjóni æðsta prestsins: „Sting sverðinu í slíðrin. Á ég ekki
að drekka kaleikinn, sem faðirinn hefur fengið mér?“ (18.11).48 Eins og
til áréttingar heldur Kristur sjálfur á sínum krossi, bæði hjá Jóhannesi og
Gibson, og hjá hinum síðarnefnda segir Kristur, um leið og hann faðmar
krossinn að sér í upphafi göngunnar upp á Golgata: „Faðir, ég er þjónn
þinn, þjónn þinn og sonur ambáttar þinnar.“ 49
Þjónsstefið er dæmigert fyrir píslarmynd Gibsons, en strax í upphafi
birtist á hvíta tjaldinu tilvitnun í ljóðið um hinn líðandi þjón Drottins sem
er að finna í 53. kafla spádómsbókar Jesaja. Þar segir orðrétt: „He was wo-
unded for our transgressions, crushed for our iniquities; by His wounds we
47 Sjá Ad Hoc Scholars Report 2004, s. 235. Cunningham fjallar um sérkenni guðspjallanna og val Gibsons á efni
í grein sinni: „Much will be required of the person entrusted with much. Assembling a passion drama from
the four gospels.“ 2004a.
48 Þess ber að geta að Gibson lætur Krist biðja föður sinn að taka kaleikinn frá sér, á meðan Jóhannes sleppir
því, sem er dæmi um það hvernig Gibson, þrátt fyrir Jóhannesar-slagsíðuna, blandar saman efni úr öllum
guðspjöllunum.
49 1 enskum texta sem fylgir myndinni segir: „I am your servant, Father, your servant and son of your hand-
maid.“
22