Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 26
frá eyra Malkusar og Gibson gerir mikið úr þeim atburði í mynd sinni. Þá
má benda á að átökin á milli lærisveinanna og hermannanna eru í hreinni
mótsögn við vitnisburð Jóhannesarguðspjalls, þar sem Kristur gefur í skyn
að lærsveinar hans hafi ekki sýnt mótspyrnu, en hann segir við Pílatus: „Mitt
ríki er ekki af þessum heimi. Væri mitt ríki af þessum heimi, hefðu þjónar
mínir barist, svo ég yrði ekki framseldur Gyðingum" (18.16).51
Gibson og Gyðingarnir
Sökum þess að Gibson gerir ekki greinarmun á guðspjöllunum og sögu-
legum heimildum, gerir hann ekki ráð fyrir að höfundar guðspjallanna hafi
verið undir áhrifum frá samtíma sínum. í fræðunum er almennt gengið út
frá því að hin skráða saga sé lituð af þeirri spennu sem ríkti á milli Gyðinga
og kristinna á þessum tíma og hún talin hafa ráðið miklu um lýsinguna,
annars vegar á þátttöku Gyðinga og hins vegar Pílatusar og hans manna
í atlögunni að Kristi.52 Þá hefur verið bent á hvernig framsetning á efni
guðspjallanna litist af eyðileggingu musterisins, sem átti sér stað í Gyðinga-
uppreisninni á árunum 66-73 e.Kr., og ótta hinna kristnu við að harkan
sem Rómverjarnir sýndu Gyðingum í þeim átökum beindist næst að þeim.
Þetta hefur gjarnan þótt skýra þá tilhneigingu sem sjá má í guðspjöllunum
til að fegra hlut Rómverja með því að telja fyrst og fremst Gyðinga ábyrga
fyrir dauða Krists. I þessu samhengi hefur verið bent á sterka áherslu á
sekt Gyðinga hjá Mattheusi, en ýmislegt bendir til þess að höfundur Matth-
eusarguðspjalls telji eyðileggingu musterisins vera verðskuldaða refsingu á
Gyðingum fyrir að deyða Krist53 og hina kristnu raunverulega arftaka Gyð-
51 I viðtali við Diane Sawyer á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC gefur Gibson eftirfarandi skýringar á ofbeldinu í
myndinni: „I wanted it to be shocking ... And I also wanted it to be extreme. I wanted it to push the viewer over
the edge ... so that they see the enormity of that sacrifice - to see that someone could endure that and still come
back with love and forgiveness, even through extreme pain and suffering and ridicule" (Webb 2004, s. 162).
52 Ad Hoc Scholars Report 2004, s. 233-234.
53 Cunningham 2004b, s. 8; Fredriksen 2004, s. 43.
24