Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 27
inga, sem hina útvöldu Guðs. Þessu til staðfestingar hefur verið bent á hin
vel þekktu orð úr 27. kafla: „Og allur lýðurinn sagði: „Komi blóð hans yfir
oss og yfir börn vor“ (27.25). Hróp lýðsins koma í framhaldi af frásögunni
af handaþvotti Pílatusar, sem ætlað var að árétta sakleysi hans, en höfundur
Matteusarguðspjalls gefur í skyn að Pílatus hafi einfaldlega talið sig knúinn
til að fara að vilja Gyðinganna af ótta við uppreisn.54 Hvort tveggja tilheyrir
sérefni Matteusar sem Gibson kýs að hafa með, þrátt fyrir sterk varnaðar-
orð um and-semíska túlkunarmöguleika þessa texta.55
Eins og ítrekað hefur komið fram hér að framan hefur leikræn uppsetn-
ing á píslarsögunni oft vakið upp spurningar um trúverðuga túlkun á Gyð-
ingum og hlutverki þeirra. Hér er stærð gyðingahópsins sem var vitni að
og beitti sér í yfirheyrslunum yfir Kristi mikilvægt túlkunaratriði, en ekki
er ljóst af textum guðspjallanna um hversu stóran hóp var að ræða.56 Oft
hefur verið bent á að ástæðan fyrir því að Kristur var handtekinn að nóttu
til hafi einmitt verið vinsældir hans á meðal Gyðingaþjóðarinnar. Sömu
ástæður hafa verið taldar að baki ákvörðun Pílatusar um að krossfesta
Krist, þar sem litlar líkur eru á því að hann hefði ómakað sig við að taka
fylgislítinn trúarleiðtoga af lífi.57 Af vitnisburði guðspjallanna má ráða að
Gyðingar skiptust mjög í afstöðunni til Krists og ekki er líklegt að þeir sem
fögnuðu Kristi á pálmasunnudag hafi allir snúist gegn honum nokkrum
dögum síðar. Þannig hefur því verið haldið fram að þeir sem tóku afstöðu á
54 Orðrétt segir svo: „Nú sér Pílatus, að hann fær ekki að gjört, en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur
sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: ‘Sýkn er ég af blóði þessa manns! Svarið þér sjálfir fyrir!’ Og allur lýð-
urinn sagði: ‘Komi blóð hans yfir oss og yfir börn vor!’ Þá gaf hann þeim Barabbas lausan, en lét húðstrýkja
Jesú og framseldi hann til krossfestingar" (Mt 27.24-26). I grein Perry og Schweitzer er m.a. bent á að sú mynd
sem Gibson dregur upp af Pílatusi sé í mótsögn við þær lýsingar sem koma fram bæði hjá Fíló og Jósefusi
(2004, s. 11).
55 Sjá m.a. Ad Hoc Scholars Report 2004, s. 242-246 og Perry og Schweitzer 2004, s. 12. Gibson brást við gagn-
rýni á þessar senur með því að banna að ensk þýðing á hrópum lýðsins væri sett inn á myndina. Hvort þetta
þýðingarbann gilti í öðrum löndum er höfundi þessarar greinar ókunnugt um.
56 Crossan fjallar t.d. um þetta í grein sinni um „Crowd control" 2004b, s. 18-22.
57 Fredriksen 2004, s. 39.
25