Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 28
móti Kristi við réttarhöldin hljóti að hafa verið sárafáir, þvert á hefðbundna
túlkun þess efnis að hér hafi fjöldinn sem fagnaði honum í upphafi vikunn-
ar skipt um skoðun.58
Túlkun Gibsons á Gyðingum hefur verið harðlega gagnrýnd af mörg-
um en í mynd hans er fjöldinn „hömlulaus og blóðþyrstur“59, leiðtogarnir
miskunnarlausir harðstjórar og Satan spígsporandi á meðal þeirra, eins og
til að árétta áhrif hans í þeirra hópi.60 í mynd Gibsons er um að ræða stór-
an hóp Gyðinga sem hlýðir leiðtoga sínum, Kaífasi, og ærist þegar Pílatus
heldur því fram að Kristur sé saklaus. Það er því „múgurinn“, undir sterkri
leiðsögn Kaífasar, sem neyðir Pílatus á endanum til þess að láta taka Krist
af lífi.61 Til eru dæmi þess að fólk hafi varið túlkun Gibsons með því að
benda á aðrar Jesú-myndir sem hafi gengið enn lengra í þessa átt, eins og
til dæmis myndin Jesus Christ Superstar frá 1973.62 Sjálfur varði Gibson sig
gegn ásökunum um and-semisma með því að benda á guðspjöllin. Að mati
Gibsons má líta á gagnrýni á myndina sem gagnrýni á guðspjöllin þar sem
hún sé í fullu samræmi við frásögur guðspjallanna.63
Margir fræðimenn telja að þrátt fyrir neikvæða túlkun guðspjallanna á
hlutverki Gyðinganna, hafi Gibson gerst sekur um að ýkja þátt þeirra um-
fram það sem frásögur guðspjallanna gefa tilefni til. Þar er til dæmis bent á
einstaklega neikvæða mynd af Kaífasi, en einnig gefið í skyn að Gyðingarn-
ir séu handbendi Satans.64 í mynd Gibsons tekur Kaífas afgerandi afstöðu
58 Crossan segir hugsanlegt að sé byggt á heimildum Markúsar hafi ekki verið fleiri en 12 einstaklingar í þessum
hópi, en telur víst að hin guðspjöllin hafi bæði breytt hlutverki og stærð hópsins (Crossan 2004b, s. 16).
59 Ad Hoc Scholars Report 2004, s. 242.
60 Perry og Schweitzer 2004, s. 12
61 Ad Hoc Scholars Report 2004, s. 242-244.1 þessu samhengi hefur verið bent á að t.d. megi sjá merki um það í
Jóhannesarguðspjalli að Jóhannesarsamfélagið hafi nýlega átt í hörðum deilum við og klofningi frá Gyðinga-
samfélaginu. Sjá t.d. Jh 9.22; 12.42; 16.2.
62 Goodacre 2004, s. 41.
63 Með orðum Gibsons sjálfs: Critics who have a problem with me don’t really have a problem with me, they
have a problem with the four Gospels" (Reinhartz 2004a, s. 176).
64 Þetta er t.d. niðurstaða Reinhartz sem í grein sinni færir rök fyrir því að fleiri leikstjórar Jesú-mynda hafi gerst
sekir um það sama. Gibson sé því að mörgu leyti í góðum félagsskap hvað þetta varðar 2004a, s. 176-179).
26