Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 33
brúnni yfir Kedron. Að eigin sögn, dró Gibson úr ofbeldislýsingum Emm-
erich, en engu að síður er Kristur í mynd hans illa útleikinn eftir ferðina til
húss Annasar, þó að langdregnar ofbeldissenur meðal hermanna Pílatusar
séu enn ekki hafnar.82
Sú mynd sem Gibson dregur upp af yfirheyrslunum yfir Kristi, bæði
hjá æðstu prestunum og Pílatusi, er mjög í anda Emmerich. Hún lýsir því
hvernig hópi fólks er safnað saman af hermönnum Gyðinga, en í einhverj-
um tilfellum hefur fólki verið mútað til að koma. Þegar Kristur kemur í hús
æðsta prestsins bíður fólkið hans þar. Hér er um að ræða konur og karla
sem eru tilbúin til að beita sér gegn Kristi, sum vegna þess að þau eru hrædd
við hermennina, og önnur af því að þau eru ósátt við Krist, meðal annars
af því að hann neitaði að lækna þau. Emmerich tekur það fram að allt hafi
þetta verið „óvinir Krists “ og „forhertir syndarar.“83 Annasi og Kaífasi er
lýst sem illmennum, ríkmannlega klæddum, hrokafullum valdníðingum,
sem eru handbendi hins illa. Múgurinn er sömuleiðis á valdi djöfulsins, en
illir andar (ófreskjur í líki hunda með klær) eru á sveimi á meðal þeirra.
Örfáir í hópi Gyðinganna eru vinveittir Kristi og reyna að verja hann, þar á
meðal Nikódemus og Jósef frá Arímaþeu.84 Lýsingar Emmerich á leiðtog-
um Gyðinga eru mjög á skjön við þá mynd sem hún dregur upp af Píl-
atusi, sem getur ekki sofið fyrir áhyggjum nóttina sem handtakan fer fram.
Ólíkt Gyðingunum er Pílatus varkár og velviljaður og lýsir undrun sinni
yfir vondri meðferð á Jesú,85 en sjálfur er Pílatus undir sterkum áhrifum
frá konu sinni, sem reynir án árangurs að fá mann sinn til að sýkna hinn
saklausa fanga.86
82 Webb 2004, s. 169.
83 Emmerich 1983, s. 142-144.
84 Emmerich 1983, s. 150-165.
85 Webb 2004, s. 167.1 mynd Gibsons spyr Pílatus Kaífas: „Do you always punish your prisioners before they are
judged?“
86 Kona Pílatusar er aðeins nefnd hjá Matteusi, þar sem hún vitnar í þunga drauma og biður mann sinn að láta
Krist lausan (27.19). Um hlutverk Kládíu, konu Pílatusar, í sýnum Emmerich, sjá: Emmerich 1983, s. 202-205.
31