Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 34
Að lokum skal athyglinni beint að hlutverki Maríu Guðsmóður, sem
Emmerich telur afgerandi fyrir framgang píslarsögunnar, en María er hjá
Emmerich fyrirmynd annarra pílagríma og sú fyrsta til að ganga leið kross-
ins (via dolorosa). Gibson er mjög augljóslega undir áhrifum Maríu-mynd-
ar Emmerich, sem byggir á vitnisburði Jóhannesarguðspjalls, en það er eina
guðspjallið sem minnist á Maríu í píslarfrásögn sinni. í Jóhannesarguðspjalli
stendur María við krossinn ásamt systur sinni, Maríu konu Klópa, Maríu
Magdalenu og lærisveininum „sem hann elskaði“ (19.25-27). Emmerich legg-
ur áherslu á sérstöðu Maríu og einstaklega náið samband Maríu og Krists.87
Hjá Gibson skynjar María nærveru sonar síns í gegnum veggi og gólf, en hið
nána og hlýja samband er áréttað með innskotum sem sýna Maríu og Jesú
heima í Nasaret. María býr yfir djúpstæðri vitneskju um það sem framundan
er og hræðist það, en beygir sig undir vilja föðurins eins og sonurinn. Fyrir
utan það að hughreysta soninn og þurrka upp blóðið sem rennur frá hon-
um (með klútunum frá Kládíu, konu Pílatusar),88 þá er María fyrst og fremst
sjónarvottur að því sem fram fer, frekar en virkur þátttakandi í sögunni.89
Markaðsvara, morðtól og hvað meira?
Það er ljóst að krossinn gegnir margþættu hlutverki í píslarmynd Mels
Gibson. Á dögum Pontíusar Pílatusar var krossinn skelfilegt morðtól, en líka
fælingartákn, notaður til að halda þegnunum í heljargreipum óttans.90 Sem
slíkur stendur krossinn svo sannarlega fyrir sínu hjá Gibson.91 En þó að fátt
bendi til þess að krossfesting Krists hafi í raun verið frábrugðin öðrum kross-
festingum á þessum tíma, þá getur Gibson ekki stillt sig um að gera kross
87 Emmerich 1983, s. 172-176.
88 Emmerich 1983, s. 224-225.
89 Þetta á við um fleiri konur í mynd Gibsons, en Ortiz segir t.d. um túlkun Gibsons á Maríu Magdalenu að
María sé svo óvirk að það jaðri við ósýnileika 2004, s. 112. Um konurnar í mynd Gibsons, sjá t.d. greinar Ortiz
(2004) og Corley (2004).
90 Hengel 1977, s. 86-88.
91 Evans 2004, s. 133.
32