Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 35
Krists eins ólíkan öðrum krossum í myndinni og mögulegt er.92 Samkvæmt
samtímaheimildum voru hinir dauðadæmdu til dæmis aðeins látnir bera
þverspýtuna á leiðinni á aítökustaðinn, eins og Gibson lætur ræningjana, sem
voru krossfestir með Kristi, gera. Á meðan rogast Kristur með risastóran kross,
sem hann auk þess faðmar að sér í upphafi göngunnar til Golgata og uppsker í
staðinn háðsglósu frá öðrum ræningjanum. Húðstrýking var venjulega und-
anfari krossfestingar, en hjá Gibson er fátt sem bendir til þess að Kristur hafi
fengið svipaða meðferð og þeir sem krossfestir voru með honum, ef marka
má útlit þeirra þar sem þeir hanga á krossinum. Að vísu má sjá merki um
nokkur svipuhögg á skrokkum hinna tveggja, en líkami Krists er hins vegar
svo illa útleikinn eftir barsmíðarnar að varla er þar þurran blett að sjá.
í elstu Jesú-myndunum er áberandi hversu þjáning Krists er oft langt frá
því að virðast raunveruleg. Gjarnan er lítið um blóð eða sjáanlega áverka
og líkamlegri þjáningu Krists mjög í hóf stillt. Um mynd Gibsons gegnir
auðvitað allt öðru máli, en þar virðist þjáningin takmarkalaus og blóðið
spýtist og frussast út um allt. Gibson sagði það markmið með mynd sinni
að taka þjáningu Krists alvarlega og taldi það gild rök gegn þeirri gagnrýni
sem hann fékk á ofbeldið í myndinni. En hömluleysið í túlkun Gibsons á
pyntingum Krists hlýtur að vekja spurningar á tímum þar sem þjáning og
hvers kyns ofbeldi eru ekki aðeins talið mikilvægt fréttaefni, heldur hafa
einnig ótvirætt skemmtana- og sölugildi. Því má spyrja hvort túlkun í anda
ofurhetjumyndanna sé á einhvern hátt trúverðugri en hinn fjarræni og hátt
upphafni Kristur í eldri Jesú-myndum, sem virðist allt að því hafinn yfir það
að finna til. Á Jesús í túlkun Gibsons kannski meira sameiginlegt með hetj-
unni í Braveheart frá 1995 en aðalpersónu píslarfrásagna Nýja testament-
isins? Er hugsanlegt að pendúllinn hafi sveiflast full langt í gagnstæða átt
frá „doketískri“ túlkun eldri Jesú-mynda, þar sem ofuráhersla á guðdóminn
92 Cunningham 2004a, s. 62.
33