Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 36
skyggir á mennskuna?93 Þá er ástæða til að spyrja hvort að Gibson hafi geng-
ið of langt í túlkun sinni á þjáningunni, ekki aðeins í ljósi guðspjallanna,
heldur líka vegna mennsku Krists, en ólíklegt er að nokkur mennskur mað-
ur hefði getað þolað það sem Kristur er látinn þola í myndinni. Að mörgu
leyti verður þjáning Krists á endanum óraunveruleg og mennskan að ein-
hvers konar ofur-mennsku. En hvers vegna velur Gibson þessa túlkunarleið?
Ef til vill hefur hann talið nauðsynlegt að ýkja ofbeldið sökum þess hversu
vön við erum að horfa á það í kvikmyndum og sjónvarpi. Þá má líka láta sér
detta í hug að þetta hafi verið sölutrikk hjá Gibson, þar sem hann hafi vilj-
að „selja“ boðskapinn og notað ofbeldið til að koma myndinni á framfæri,
vegna þess að hann áleit boðskap guðspjallanna ekki duga einan og sér.
En hvað svo sem sögulegu samhengi og lögmálum markaðarins líður,
þá er ljóst að Gibson leggur mikið upp úr því að myndin flytji trúarleg-
an vitnisburð sem grundvallast á ákveðinni túlkun á krossinum og hlut-
verki hans. Við þessa túlkun velur Gibson sér túlkunarlykil úr hinum svo
nefndu þjónsljóðum í spádómsbók Jesaja en löng hefð er fyrir að lesa þau í
ljósi píslarsögu Krists. í þjónsljóðinu sem Gibson velur sem yfirskrift fyrir
mynd sína, og kemur úr 53. kafla Jesaja,94 segir frá einstakJingi sem þjáist
vegna synda og misgjörða annarra (53.5). Hér er Guð í aðalhlutverki, því
að þjáningin er Guðs verk (53.6). Þolandinn hefur þegið hlutverk sitt frá
Guði og gengur eins og lamb sem leitt er til slátrunar, auðmjúkur og hljóð-
ur, til móts við dauðann (53.7). Emmerich notar líkinguna um hið flekk-
lausa páskalamb, en orðalag hennar minnir á lýsingu Jesaja á lambinu sem
án mótþróa mætir örlögum sínum.95 Þetta bendir til þess að Gibson sæki
þennan túlkunarlykil úr Jesaja í raun til Emmerich.
93 Dóketismi er kenning sem kom fram á tímum fornkirkjunnar og lagði einhliða áherslu á guðdóm Krists, en
taldi mennsku hans aðeins sýndarmennsku (McGrath 2001, s. 356).
94 Allt ljóðið nær frá Jes 52.13 - 53.12.
95 Emmerich 1983, s. 149.
34