Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 37

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 37
Myndin og lýsingin af hinum líðandi þjóni er afgerandi fyrir túlkun Gibsons á píslarsögu Krists. Það fer ekkert á milli mála að í mynd Gibsons er Kristur hinn líðandi þjónn. Hann hræðist það sem er framundan, eins og kemur vel fram í upphafssenunni úr Getsemane-garðinum, en hlýðnin við vilja föðurins verður að lokum angistinni yfirsterkari og hann geng- ur inn í hlutverk sitt, hlutverk páskalambsins, af einurð og æðruleysi. Of- uráhersluna sem Gibson setur á blóðið ber að skilja út frá líkingunni af páskalambinu, en einnig út frá kenningu rómversk-kaþólsku kirkjunnar á altarissakramentinu, þar sem brauðið og vínið umbreytast í líkama og blóð Krists.96 Þess vegna má vínið ekki fara til spillis við altarið og af sömu ástæðum eru Maríurnar svona uppteknar við að þurrka upp blóðið sem flæðir út um allt eftir linnulausar barsmíðarnar.97 Þessari túlkun til árétt- ingar notar Gibson innskot úr síðustu kvöldmáltíð Krists, myndbrot af brotningu brauðsins og blessun bikarsins sem sýnd eru á meðan á kross- festingunni stendur.98 Það er óhætt að segja að ofbeldi og blóð gegni lykilhlutverkum í písl- armynd Gibsons, og kannski ekki fjarri lagi að skoða tilvitnunina í þjónsl- jóð Jesaja sem leið Gibsons til að réttlæta þá túlkun sína.99 Margt bendir til þess að Gibson gangi út frá því að fórn Krists og kærleikur hans séu í réttu hlutfalli við þá þjáningu sem hann tekur á sig. Þeim mun meiri þjáning því betra. Þetta má skoðast sem skólabókadæmi um upphafningu þjáning- arinnar, þegar þjáningin sem slík er gerð að markmiði í sjálfri sér. Margir 96 Þessi kenning kallast umbreytingarkenningin eða transubstantiation (McGrath 2001, s. 524-525). Gibson áréttar þessa túlkun með því að sýna innskot af því þegar klúturinn er tekinn utan af brauðinu í síðustu kvöld- máltíðinni á meðan að Kristur er sviptur klæðum við krossinn. 97 Oft hefur verið bent á að það magn blóðs sem Kristur missir við barsmíðarnar hljóti að vera mun meira en nokkur einstaklingur geti þolað að missa. 98 Dæmi um áherslu Gibsons á blóðið er annars vegar blóðugt andlit Veróníku eftir að hún leggur klútinn sem hún notaði til að þerra andlit Krists að sínu andliti og hins vegar blóðugt andlit Maríu Guðsmóður eftir að hún kyssir fætur Krists á krossinum. 99 Reinhartz 2004a, s. 177. 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.