Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 49
Mikilvæg hugtök
Þegar rannsaka á lífsviðhorf og gildismat eru nokkur hugtök mikilvæg
við úrvinnslu og greiningu þeirra gagna sem safnað er. Þar má nefna hug-
tök á borð við lífsviðhorf, lífstúlkun, tilvistarspurningar, sjálfsmynd og
gildi. Á Norðurlöndunum hafa hugtökin „livsáskádning“, „livstolkning“ og
„livsfrágor“ komið talsvert við sögu í rannsóknum á lífsviðhorfum og til-
vistarskilningi fólks. í Svíþjóð hefur hugtakið „livsáskádning“ (lífsskoðun)
verið rætt og notað í rannsóknum allt frá því að Anders Jeffner, guðfræði-
prófessor við Uppsalaháskóla, setti fram skilgreiningu sína á hugtakinu í
byrjun áttunda áratug sl. aldar. Skilgreining Jeffners er á þessa leið:
Með lífsskoðun einstaklings er átt við gildakerfi hans og grundvallaraf-
stöðu. Ennfremur það sem hann telur sig vita um sjálfan sig og veröldina í
kringum sig og hefur áhrif á gildakerfi hans eða grundvallarafstöðu á þann
hátt að hann sé tilbúinn til að viðurkenna það.8
Öll umræða um hugtakið í sænsku samhengi hefur meira og minna byggt
á skilgreiningu Jeffners og meðal þeirra sem hafa verið áberandi í þeirri
umræðu er eftirmaður Jeffners í Uppsölum, Carl R. Brákenhielm.9 Finninn
Mikael Lindfelt gerir ítarlega grein fyrir umræðunni um hugtakið í bók sinni
Attförstá livsáskádningar.10 í bók hans kemur meðal annars fram sú gagn-
rýni að áherslan í skilgreiningu Jeffners og Brákenhielms sé of vitsmunalega
mótuð (kognitiv-substantiell) og vanti hagnýtara (funktionellt) vægi, enda
hafa ýmsir sem fengist hafa við hugtakið í sænsku, norsku og finnsku sam-
hengi lagt áherslu á hagnýtari skilgreiningu með því að sýna greinilega þann
þátt lífsviðhorfsins sem snýr að mótun breytninnar og stöðugri úrvinnslu
einstaklingsins á reynslu sinni, aðstæðum og tilvistarspurningum.* 11
8 Jeffner 1973, s. 18.
9 Sjá m.a. Brákenhielm 2001.
10 Lindfeldt 2003.
11 Sjá t.d. Hartman 1986; Stenmark 1995; Kurtén 1995; Aadnanes 1999.
47