Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 50
Þessi áhersla á hagnýtari skilgreiningu leiðir athyglina að hugtakinu
„livstolkning“ (lífstúlkun), þó að benda megi á að e.t.v. er munurinn á hug-
tökunum „livsáskádning“ og „livstolkning“ ekki alltaf augljós eins og þau
eru skilgreind. Þrátt fyrir að „livstolkning" komi fyrir í umræðunni í Sví-
þjóð12 hefur það verið meira áberandi í Noregi, meðal annars vegna þess
að það kemur fyrir í námsskrá grunnskólans sem fjallar um námsgreinar
kristni, trúarbrögð og lífsviðhorf (KRL-faget). Peder Gravem, við Teolog-
iske Menighetsfakultet í Oslo er einn þeirra sem hafa verið í fararbroddi
þeirra sem leitast hafa við að skilgreina hugtakið í norsku samhengi,13 en
fleiri koma við sögu.14
Gravem lagði á sínum tíma fram drög að skilgreiningu á hugtakinu
lífstúlkun.15 Hann greinir á milli einstaklingsbundinnar lífstúlkunar, sem
mótast í lífssögu einstaklingsins, og lífstúlkunarhefða, en til þeirra telur
hann bæði ólík trúarbrögð og hugmyndakerfi. í skilgreiningu sinni á lífs-
túlkunarhugakinu byggir Gravem á þeim skilningi að manneskjan leitist
sífellt við að skapa merkingu og tilgang í tilveru sína og reynslu. Lífstúlkun
er því almennt fyrirbæri þar sem fólk, bæði sem einstaklingar og hópar,
túlkar líf sitt og tilveru á mismunandi hátt, háð menningu og lífsháttum.
Hann skilgreinir lífstúlkun sem „skilning á okkur sjálfum og reynslu okkar
af veruleikanum í ljósi heildstæðs merkingarsamhengis.“16 Sem slík nær
lífstúlkunin yfir tilveruskilning, mannskilning, sjálfsmynd og gildismat.
Norðmaðurinn Geir Skeie ræðir lífstúlkunarhugtak Gravems og bendir
á að hann leggi litla áherslu á aðgreininguna milli lífstúlkunar sem ferl-
is (process) og lífstúlkunar sem skoðunar eða innihalds og að hann horfi
meira á niðurstöðuna en sjálft lífstúlkunarferlið. Skeie nefnir Svíann Björn
12 Sjá t.d. Selander 1994; 2000; Hartman 2000.
13 Gravem 1996.
14 Sjá t.d. Brunstad 1998; Skeie 1998; Haakedal 2004.
15 Gravem 1996, s. 236-251.
16 Gravem 1996, s. 249.
48