Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 52
ar af veruleikanum í ljósi heildstæðs merkingarsamhengis“.20 Hér er verið
að tala um túlkun einstaklings á tilvist sinni í víðustu merkingu og það nær
yfir bæði tilveruskilning, mannskilning, sjálfsmynd og gildismat og hinstu
rök tilvistarinnar. Hugtakið tilvistartúlkun kallast líka á við annað mik-
ilvægt hugtak í þessari umræðu, þ.e. hugtakið tilvistarspurningar.
Tilvistartúlkun tengist þannig bæði tilvistarspurningum einstaklingsins,
sjálfsmynd hans og gildismati. Leit mannsins að auknu innsæi um innstu
veru sína, hver hann er, hefur verið mótandi þáttur í menningarsögu okkar
heimshluta.21 Á tuttugustu öldinni og þá sérstaklega á fimmta- og sjötta
áratugnum vaknaði mikill áhugi á sjálfsmyndarhugtakinu, sérstaklega
innan sálfræðinnar (persónuleikasálfræði) og félagsfræðinnar (félagsmót-
unarkenningar). í gegnum empírískar og klínískar rannsóknir var reynt
að skýra innsta „kjarna' veru mannsins. Nægir að nefna í þessu sambandi
Erik H. Erikson þar sem hann talar um persónulega sjálfsmynd (personal
identity)22 og G. H. Mead sem lagði áherslu á að sjálfsmyndin mótaðist í
samskiptum við aðra (félagsleg sjálfsmynd - social idendity)P Sjálfsmynd
er þannig eitthvað sem er að hluta ásköpuð og að hluta sköpuð af einstakl-
ingnum sjálfum. Hún kemur bæði „innan frá“ og „utan frá“ í samskiptum
við umhverfið.24 Sjálfsmyndin mótast að stórum hluta í sjálfu félagsmót-
unarferlinu og er því virkt ferli, þ.e.a.s. tekur breytingum og mótast af því
umhverfi og menningu sem einstaklingurinn lifir í. Tilvistartúlkunin er
þannig einn þáttur í mótun sjálfsmyndarinnar. Spurningin um það hver
við erum er spurning sem við spyrjum allt okkar líf. Sjálfsmyndin er því
ekki óbreytanleg stærð heldur tekur stöðugt breytingum. Það viðhorf árétt-
ar póstmódernisminn rækilega með því að hafna því alveg að sjálfsmyndin
20 Gravem 1996, s. 249.
21 Engedal 1996, s. 114.
22 Erikson 1959.
23 Engedal 1996, s. 115.
24 Krogseth 1996, s. 99.
50