Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 54
Meginþræðir í viðtölunum
Hvaða mynd blasir við þegar farið er að skoða þau mynstur og tilhneig-
ingar sem birtast hjá viðmælendunum í rannsókninni og hvernig tengist
hún þeim hugtökum sem nefnd eru hér á undan? Hér verða dregnar saman
nokkrar meginlínur í gögnunum út frá þeim þemum sem viðtölin byggð-
ust í kringum. Leitast verður við að draga upp hvers konar mynd blasir við
þegar hópur viðmælendanna er skoðaður sem heild á grundvelli viðtal-
anna en lítið hugað að einstaklingunum hverjum fyrir sig. Það bíður betri
tíma.
Trú, trúariðkun og guðsmynd
Samtöl við unglingana um þemað trú og trúariðkun snerust um nokkra
þætti, svo sem áhrif trúar á líf þeirra, guðsmynd, trúariðkun, gildi trúar-
bragða o.fl. Viðtölin sýna að trú er þáttur í tilvistartúlkun og sjálfsmynd
margra þeirra enda trú og trúarbrögð lifandi veruleiki í umhverfi þeirra.
Þannig tjáði meirihlutinn þá skoðun að trú hefði áhrif á líf þeirra. Það er
hins vegar misjafnt á hvaða hátt það gerist. Sum töldu trú fyrst og fremst
hafa áhrif á breytni sína. Þannig segir drengur í Reykjavík: „Bara eftir því
hvernig ég haga mér. Þaðfer alveg eftir því. Hefur áhrifá hvað éggeri rangt
og hvað ég á ekki að gera. “ Önnur töldu trú sem slíka vera mikilvæga fyrir
einstaklinginn, trúin gefi til dæmis von. Stúlka í Reykjavík segir: „Mað-
ur verður alltaf að trúa á eitthvað. Það eru svo margir trúaðir. Þetta gefur
manni líka von, þú veist. “ Nokkur tengdu trú fyrst og fremst við trúariðkun,
til dæmis að fara í kirkju, sem bendir til vissrar einangrunar trúarinnar við
hið kirkjulega eða félagslegrar mótunar heima fyrir í þessa átt. „Mamma
mín og pabbi eru sko bæði trúað fólk og við förum öll mikið í kirkju, “ seg-
ir stúlka í Reykjavík. „Afi minn er í Hvítasunnukirkjunni og ég var þar í
sunnudagaskóla, “ segir drengur í sjávarþorpi. Hluti viðmælenda, sem taldi
trú hafa áhrif á líf sitt, átti hins vegar erfitt með að skýra hvernig. Tæplega
52