Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 58

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 58
engu slá föstu og spyrja fyrst og fremst tilvistarspurninga og um ástæður og tilgang. Þannig skrifar stúlka í sjávarþorpi: „Mérfinnst skrýtið að hugsa til þess hvernigþaðgat allt í einu orðið til heimur og alltþað sem þvífylgir. Bara hvernig og hver og hvað gerðist eiginlega þannig að allt varð til. Ég get eig- inlega ekki ímyndað mér þetta en er búin að spá mikið íþessu.“ Og drengur í sama bæjarfélagi segir: „Afhverju hann er til? Til hvers og hver er tilgang- urinn? Afhverju er ekki bara allt tómt ‘svart’?“ Hér eru tilvistarspurningar og tilvistartúlkun sett í brennidepil. Svörin sýna reyndar öll að unglingarnir pæla töluvert í tilurð heimsins. Þau eru fæst tilbúin til að slá einhverju föstu í þessu efni og ef til vill er þetta í takt við vaxandi fjölhyggju og margbreyti- leika samfélagsins eða jafnvel umrót og uppgjör unglingsáranna. Gildifjölskyldu og vina í samræðum um gildi og gildismat var komið inn á margt. Gengið var út frá spurningu um hvað unglingunum þætti eftirsóknarverðast í lífinu. Greinilegt er að nánasta félgaslegt net er efst í huga mjög margra. Meirihlutinn nefn- ir í þessu sambandi góða vini og góða fjölskyldu. Allmörg töluðu um góða menntun og vinnu og að ná árangri í lífinu og nokkur um góða heilsu, íþróttir og heilbrigt líferni. Þá töldu nokkur eftirsóknarverðast að hafa ánægju af líf- inu, vera jákvæður og hamingjusamur. Allt bendir þetta til þess að hefðbund- in og jákvæð gildi skipti unglingana máli og þótt fáein þeirra nefni frama og peninga eru það önnur gildi sem skipta flest þeirra meira máli. Þar sem góð fjölskylda og góðir vinir voru svo mikilvægur þáttur í huga unglinganna var spurt nánar út í hvers vegna. Þegar rætt var um fjölskyld- una komu fram þrenn meginsjónarmið. f fyrsta lagi eru það þau sem töldu að fjölskyldan skipti máli sem félagslegt öryggisnet. Það er mikilvægt að eiga góða fjölskyldu þegar eitthvað bjátar á eða veitir stuðning í því sem takast þarf á við. Þannig segir stúlka í Reykjavík: „Hún getur hjálpað manni efmaður lendir í erfiðleikum. “ Og drengur í Reykjavík er sama sinnis: „Það 56 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.