Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 61
ar upplausnar sem fylgir samfélagsgerð sem er að þróast frá töluverðri ein-
sleitni til meiri fjölbreytni og íjölmenningar. Jafnframt getur þetta tengst
því ójafnvægi og óöryggi sem fylgir þroska unglingsáranna.
Gleði og mótlœti
Svipaða áherslu á gildi fjöskyldu og vina má meðal annars lesa út úr
svörum unglinganna, bæði um gleði og hamingju, sem skiptir þau miklu
máli, og sorg, mótlæti og dauða. Meirihluti viðmælendanna taldi sig vera
mjög hamingjusaman og voru ekki í neinum vafa í því efni. Dæmi um
þessa afstöðu má finna í svari stúlku úr Reykjavík sem er: „... rosalega
hamingjusöm. Lífið er œðislegt. “ Önnur sýndu visst óöryggi eða sögðust
sveiflast á milli þess að vera hamingjusöm og ekki hamingjusöm. Þetta óör-
yggi endurspeglast vel í svari drengs úr sjávarþorpi er hann segir: „Ég held
að égsé nú alveg hamingjusamur,“ Annar drengur úr sjávarþorpi er heldur
ekki öruggur en hann er: „... svona ágœtlega hamingjusamur, ekkert alveg
svona rosalega. FrekarÉ Nokkur töluðu að vísu ekki beint um óhamingju,
en nefndu að þau væru lítið hamingjusöm og séu stundum þunglynd og
gefur það ákveðnar vísbendingar um að þeim líði ekki alltaf vel. Stúlka úr
Reykjavík orðar svar sitt svo: „Stundum er ég hamingjusöm en stundum er
... svona hálfþunglynd."
Þegar svör unglinganna um hamingjuna eru skoðuð nánar kemur í ljós
að skipta má þeim upp í þrjá flokka. í fyrsta flokknum, sem er fjölmennast-
ur, eru þau sem telja sig vera mjög hamingjusöm og eru ekki í neinum vafa
í því efni. Síðan er það hópur tvö þar sem fram kemur ákveðið óöryggi eða
þau segjast sveiflast á milli þess að vera hamingjusöm og ekki hamingjusöm.
Þetta óöryggi kemur ekki á óvart þar sem svo margt er að breytast á þessum
aldri, líkaminn, kynhvötin að vakna, tilfinningar að breytast, sjálfsmyndin
að mótast og félagsleg staða að breytast. Unglingsárin eru oft nefnd tími
breytinga og umbrota þar sem unglingurinn er að losa um tengsl við fjöl-
59