Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 68
Þegar kemur að gildum og gildismati sést að hið hefðbundna og nær-
tæka er hátt skrifað þar sem fjöskylda og vinir skipta unglingana áberandi
miklu máli, sérstaklega vegna gildis félagsskapar og sem mikilvægur þáttur
í því öryggisneti sem þau tengja sig við. Einnig þegar um er að ræða frí-
tíma, þá gegna vinirnir mikilvægu hlutverki. í samtölunum árétta ungl-
ingarnir aftur og aftur hefbundin gildi á borð við traust, trúnað, vináttu
og öryggi. Hér endurspeglast ef til vill það sem Erik H. Eriksson kallaði
grundvallartraust (the basic trust) og mikilvægi þess í sjálfsmynd og trú
einstaklingsins.37 Spyrja má þeirrrar spurningnar hvort þarna skíni ein-
sleitni samfélagsins enn í gegn og túlka beri þetta sem fastheldni við gömul
og góð gildi, eða hvort þarna endurspeglist visst óöryggi á tímum breyt-
inga, bæði þeirra sem unglingsárin fela í sér og vegna upplausnar í sam-
félagsgerðinni. Ótti margra viðmælenda við einmanaleika, aðskilnað og
missi staðfestir ef til vill hið síðarnefnda. Á óvissutímum verði slík gildi
mikilvægt haldreipi.38 Allavega er ljóst að þessi gildi eru veigamikill þáttur
í tilvistarstúlkun unglinganna og persónulegri og félagslegri sjálfsmynd og
sjálfsskilningi. Umhverfið og samskiptin við aðra virðast skipta veigamiklu
máli í því sambandi.39 Þótt viðtalsgögnin hafi ekki verið krufin endanlega
til mergjar er áherslan á traust og öryggi svo áberandi tilhneiging í svörum
viðmælenda að líta má á það sem kjarnaatriði í tilvistartúlkun þeirra, sjálfs-
mynd og gildismati.
Þessar niðurstöður eru á margan hátt athyglisverðar og áhugavert að
setja þær í samhengi við nám og kennslu í skólum og fræðslustarf með
unglingum í kirkju. Afstaða unglinganna til mikilvægis trúar og tilvist-
arspurninga gefur í raun góðan grundvöll við undirbúning og skipulag
kennslu og fræðslu hvort sem er í skóla eða kirkju. Ýmislegt bendir til þess
37 Erikson 1958, s. 113-114; 1959, s. 57-67.
38 Sjá nánar Beck 1992; Giddens 1999.
39 Sbr. Engedal 1996 og Krogseth 1996.
66