Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 75
í því sambandi segir hann að í Davíðssálmum sé óvinurinn afvopnaður
með því að uppræta hefnigirnina og vitnar síðan í ofannefndan texta.3
Álfarnir og óhreinu börnin hennar Evu
Söngkonan Björk, sem án efa er þekktasti núlifandi íslendingurinn, hef-
ur sagt frá því að í þeim hundruðum blaðaviðtala sem hún hafi átt erlendis
sé hún undantekningalítið spurð út í álfatrú okkar íslendinga. Hér er ekki
ætlunin að gera álfatrú að umtalsefni að öðru leyti en því að minna á að í
þjóðsögum okkar er uppruni álfanna tengdur fyrstu konunni sem nefnd er
í Biblíunni, þ.e. Evu og börnum hennar.
Líkast til hafa flestir heyrt minnst á „óhreinu börnin hennar Evu.“ í
þjóðsögunum okkar er sagt frá því hvernig álfarnir urðu til. Þar segir að
eftir að Adam og Eva voru rekin burtu úr Paradís, hafi Eva einhverju sinni
verið að þvo börnum sínum. Þegar hún átti eftir að þvo tveimur eða þrem-
ur hafi Guð kallað til hennar, og hún orðið þá svo hrædd að hún hafi falið
óhreinu börnin, en haldið hinum hjá sér. Þegar Guð spurði hana svo hvort
hún ætti ekki fleiri börn hafi hún neitað sökum hræðslu við hann. Þá sagði
Guð: „Það sem á að vera hulið fyrir Guði skal og vera hulið fyrir mönn-
um.“4 Sá hún þau aldrei meir eftir það.
Það er vissulega athyglisvert að álfarnir, sem teljast til sérkenna íslenskr-
ar þjóðtrúar, skuli með þeim hætti sem hér greinir vera tengdir Gamla
testamentinu.
Áhrif Mósebóka á íslenskt mál
Það er enginn ef á því að íslenskt mál hefur sótt mjög áhrif til Heilagrar
3 Þessa athyglisverðu prédikun Ögmundar má lesa á vefsíðu hans: http://ogmundur.is/news.asp?ID=652&-
type=one&news_id= 1141
4 Þjóðsögur Jóns Árnasonar, I; 1954 s. 95. Nokkuð breytta gerð sömu sögu er að finna í bók vestur-íslensku
skáldkonunnar Laura Goodman Salverson, Játningar landnemadóttur 1994, s. 29-30.